Markaðsvirði Ferrari hækkað um tæpa þúsund milljarða eftir fréttirnar um Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 17:46 Fréttirnar af mögulegum skiptum Lewis Hamilton til Ferrari hafa ýmiskonar áhrif. Rudy Carezzevoli/Getty Images Markaðsvirði Ferrari rauk upp úr öllu valdi eftir að fréttir bárust af því að Lewis Hamilton væri að öllum líkindum á leið til liðsins frá Mercedes. Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld. Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Greint var frá því á vef Motorsport.com fyrr í dag að útlit sé fyrir að Hamilton verði annar af ökuþórum Ferrari frá og með næsta ári. Ekki sé þó ljóst hvort að samningar hafi þegar verið undirritaðir en að það gæti orðið frágengið fyrir lok þessarar viku. Eftir að fréttirnar bárust rauk markaðsvirði Ferrari upp úr öllu valdi og gengi bréfa í Ferrari hækkaði um meira en tíu prósent. Gengi bréfanna er því orðið hærra en nokkru sinni fyrr í kauphöllinni í New York. Markaðsvirði Ferrari hækkaði um um 6,7 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 919,6 milljörðum íslenskra króna. Þegar markaðurinn lokaði í gærkvöldi kostaði einn hlutur í Ferrari rétt tæpa 367 dollara, en kostar nú 384 dollara, og búist er við því að verðið gæti enn hækkað áður en dagurinn er úti. Þá hefur markaðsvirði Ferrari hækkað úr 62,4 milljörðum dollara upp í 69,1 milljarða dollara frá því í gær. Eins og áður segir hafa fréttirnar um brotthvarf sjöfalda heimsmeistarans frá Mercedes ekki verið staðfestar, en á vef Motorsport.com kemur fram að mögulega verði greint frá skiptunum síðar í kvöld.
Akstursíþróttir Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira