Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir er fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna: Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Jarðskjálftahrinur sem mældust suðaustur af Heiðmörk síðastliðna helgi má rekja til flekahreyfinga á Hvalhnúksmisgenginu. Á því svæði eiga stórir skjálftar, um það bil sex að stærð, sér stað á um það bil 50 ára fresti. Sá síðasti var árið 1968 og þar áður árið 1929. Því telja vísindamenn að kominn sé tími á skjálfta af þessari stærðargráðu, sem myndi sennilega finnast víða um land en mest á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur mikilvægur „Þetta er vissulega eitthvað sem við erum búin að vera tala um og höfum talað um í langan tíma,“ sagði Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands, í Pallborðinu á Vísi í dag. „Í skjálftanum árið 1968 mynduðust sprungur til dæmis í Langholtsskóla. Það verður að búast við því að það verði sprungur einhversstaðar ef stór skjálfti ríður yfir.“ Því sé mikilvægt að nota tímann nú áður en skjálftinn kemur til að undirbúa sig. Hvað getum við gert í okkar nærumhverfi, og hvað ætlum við að gera í skjálftanum? Þá segir Kristín að hugsanlega verði erfitt að ná í fólk, allir muni fara beint í símann og á netið þegar skjálftinn ríði yfir. „Það er ágætt að nota friðartímana til að fara yfir það sem getur gerst og undirbúa sig.“ Slökkvilið bendir á leiðbeiningar Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vakti i dag athygli á leiðbeiningum um varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta. „Það skiptir máli að vera undirbúin fyrir skjálftann þegar hann kemur,“ segir í færslunni. Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem Kristín fjallar um jarðskjálftahættuna:
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. 30. janúar 2024 20:01
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34