Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2024 12:00 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar. Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Fulltrúar þriggja flokka í bæjarstjórn Grindavíkur lögðu fram bókun á fundi í gær þar sem kallað var eftir því almannavarnir myndu endurskoða skipulagið við verðmætabjörgun fyrir íbúa bæjarins. Eins og fyrirkomulagið er núna er hleypt inn í tveimur hollum yfir daginn, íbúar þrjú hundruð heimila í hvoru holli. Íbúar keyra Krýsuvíkurleiðina, sem getur reynst afar erfið í vetrarfærðinni. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, segir marga íbúa ekki geta nýtt sér þetta úrræði vegna þessara skilyrða. „Við erum með alls konar fólk í Grindavík. Fólk á áttræðis- og níræðisaldri og fólkið er búið að segja við mig að það muni ekki keyra þessa leið. Þessi bókun snýst um það að það á að hleypa fólki inn úr öllum áttum. Þær leiðir sem fólk treystir sér til að keyra,“ segir Hjálmar og nefnir bæði Norðurljósaveginn og Nesveginn sem leiðir sem hann vill að verði opnaðar. Þá hentar það alls ekki öllum að hleypt sé inn í hollum. „Það gleymist alveg að fólk er í vinnu, í námi, með börn í skóla og fólk þarf að stilla tíma sinn af þannig hjón geti farið og sótt eigur. Sum þeirra sækja bara lítið, aðrir meira. Þetta er bara ómögulegt skipulag. Það verður að treysta fólki bara til þess að fara sjálft og fara varlega. Hafa allar þær leiðir opnar,“ segir Hjálmar. Hann vill að svipað fyrirkomulag og var áður en gosið í janúar hófst, verði tekið upp á ný. Það er að íbúar komist inn þegar þeir vilja milli klukkan tíu og fimm og geti nýtt sér allar leiðir inn í bæinn. „Þetta er bara rosalega flókið og erfitt að troða öllu þessu í gegnum nálarauga inn um eina leið í Grindavík þegar tvær aðrar hættuminni eru til,“ segir Hjálmar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira