Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri fór í lögnina. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira