Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2024 08:05 Zuckerberg snéri sér við og ávarpaði fjölskyldurnar í salnum. Getty/Anna Moneymaker „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira
Þetta sagði Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, þegar hann og fleiri leiðtogar í tæknigeiranum mættu fyrir þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær, þar sem rætt var um þær ógnir sem steðja að börnum á samfélagsmiðlum. Með Zuckerberg voru yfirmenn TikTok, Twitter/X, Snap og Discord en fyrir aftan þá sátu fjölskyldur ungmenna sem stunduðu sjálfskaða eftir áreitni á samfélagsmiðlum eða tóku eigið líf. Fjölskyldurnar létu í sér heyra og klöppuðu þegar þingmenn spurðu erfiðra spurninga. Það var Josh Hawley, öldungadeildarþingmaður úr röðum Repúblikana, sem spurði Zuckerberg hvort hann vildi nýta sér tækifærið og biðja fjölskyldurnar afsökunar. Flokksbróðir hans Ted Cruz sótti einnig hart að Facebook-forstjóranum og spurði hann „hvað í fjandanum hann hefði verið að hugsa“ þegar viðvörun á Instagram var smíðuð sem varaði fólk við að það væri að fara að sjá barnaníðsefni en gaf því engu að síður tækifæri til að sjá umrætt efni. Zuckerberg sagði hugsunina þá að í stað þess að „blokka“ efni væri oft gagnlegt að benda fólki frekar í rétta átt. Lofaði hann því að hann myndi athuga málið. Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz kom með beinharða sönnun þess að fyrirtækin væru að bregðast eftirlitshlutverki sínu.Getty/Anna Moneymaker Margir fundir, lítið um aðgerðir Shou Zi Chew, forstjóri TikTok, var ítrekað spurður um möguleg tengsl sín við yfirvöld í Kína og hvort upplýsingar um notendur samskiptamiðilsins í Bandaríkjunum hefði verið deilt með Kínverjum. Chew þvertók fyrir það. Orðaskipti þingmannsins Lindsay Graham og Jason Citron, forstjóra Discord, leiddu afstöðu síðarnefnda gagnvart löggjöf um samfélagsmiðla í ljós en hann virtist hafa efasemdir um flest frumvörp til umræðu í þinginu. „Og hér erum við þá stödd,“ sagði Graham eftir á, „ef þið eruð að bíða eftir því að þessir menn leysi vandann þá munum við deyja áður.“ BBC ræddi við Matt Navarra, sérfræðing í samfélagsmiðlum, eftir að nefndarfundinum lauk. Hann sagði fundinn hafa verið svipaðan mörgum öðrum fundum um málin, þar sem stjórnmálamenn hefðu fengið tækifæri til að láta ljós sitt skína en lítið yrði af aðgerðum. „Nú er árið 2024 og það eru nánast engar reglur í Bandaríkjunum um samfélagsmiðlafyrirtækin, líkt og bent var á á fundinum,“ segir Navarra.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Ofbeldi gegn börnum Facebook Meta Börn og uppeldi Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Sjá meira