Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2024 23:43 Taylor Swift, Harry Styles og Ariana Grande eru öll hjá Universal Music Group Vísir/EPA Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios. Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios.
Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira