Innlent

Vaktin: Vestan stormur olli truflunum á suð­vestur­horninu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lokun við Suðurlandsveg.
Lokun við Suðurlandsveg. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, á Faxaflóa og á Suðausturlandi.

Spáð er vestan hvassviðri eða stormi með dimmum éljum, skafrenningi og lélegu skyggni. Erfið akstursskilyrði verða í landshlutunum og þá getur færð spillst.

Veðurviðvörunin er í gildi á höfuðborgarsvæðinu frá kl. 12:30 til 17:30, eins á Suðurlandi. Á Faxaflóa er hún í gildi frá 12:30 til 17:00. Á Suðausturlandi tekur hún gildi kl. 15:30 til 19:00.

Vísir mun greina frá atburðum í óveðrinu í vaktinni hér fyrir neðan. Lesendur eru hvattir til að senda okkur myndir og ábendingar með fréttum af veðrinu á netfangið ritstjorn@visir.is. 

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira
×