„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 30. janúar 2024 12:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Margar slæmar holur á Hellisheiði Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Sjá meira