Palestínumenn reistu snjóskýli á Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 10:43 Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki Vísir/Vilhelm Palestínskir mótmælendur sem hafst hafa við í tjaldbúðum á Austurvelli undanfarnar fimm vikur, hafa nú reist nokkurskonar snjóvirki í stað tjaldbúðanna. Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir
Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52
Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00