Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2024 10:16 Um leið og Dóra Björt las um málið í Vísi, þar sem Tómas greindi frá vandræðum sínum, fór hún í málið og snjómokstursmaðurinn mætir nú klukkan sex í staðinn fyrir klukkan fjögur. vísir Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim. „Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir. Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir.
Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira