Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2024 10:16 Um leið og Dóra Björt las um málið í Vísi, þar sem Tómas greindi frá vandræðum sínum, fór hún í málið og snjómokstursmaðurinn mætir nú klukkan sex í staðinn fyrir klukkan fjögur. vísir Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim. „Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir. Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel,“ segir Dóra Björt á Facebook-síðu sinni. Hún tengir við frétt Vísis þar sem segir að Tómas Skúlason, íbúi í Breiðholti sem hefði ekki fengið sæmilegan svefn nú í fjögur ár í fjögur ár, hafi loksins fengið úrlausn sinna mála. Alltaf þegar snjókorn féll af himni ofan var snjómokstursmaður mættur í bakgarðinn til hans, stundvíslega klukkan fjögur að nóttu, og farinn að hamast. Hvorki gekk né rak þó Tómas kvartaði við borgarapparatið fyrr en hann greindi frá málinu í samtali við Vísi. Þá fyrst dró til tíðinda. „Ég gekk strax í að athuga hvort það væri hægt að gera hlutina öðruvísi til að mæta sjónarmiðum Tómasar þegar ég las um þau eins og ég geri jafnan þegar ég sé möguleg úrbótatækifæri. Þegar ábendingar berast um verklag vetrarþjónustunnar eru þær nýttar til að bæta eins og hægt er. Það er frábært að það hafi verið hægt að bregðast við í þessu tilfelli en eins og gefur að skilja þá er það ekki alltaf raunin enda mikilvægt að hafa ferlin þannig að tíminn á tækjunum sé nýttur sem best,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Þetta vekur hins vegar upp þær spuringar hvort borgarkerfið sé óskilvirkt því það var ekki fyrr en Tómas greindi opinberlega frá málinu þegar eitthvað gerðist. Dóra Björt segist hafa séð færslu úr dagbók lögreglunnar, sem Vísir greindi frá, um kvörtun vegna ónæðis sökum snjómoksturs og hún hafi ekki getað stillt sig um að skella uppúr. „Þá var það ekki svo að ég væri að hæðast að fólki sem kvartar enda hef ég samúð með því að óska sér friðsællar nætur. Dregin var upp sú mynd að mér væri alveg sama og væri einhvernveginn voða kaldlynd en ég vona nú að fólk viti betur enda enda legg ég mikið á mig til að bæta lífsgæði fólks í margvíslegum skilningi.“ Dóra segir að henni hafi bara fundist örlítið fyndið í samhenginu að við værum komin á þann stað að þetta sé umkvörtunarefnið því við höfum þurft að kljást svo mikið við þetta frá þeirri hlið að það vanti meiri mokstur. „Þetta er því nýr veruleiki,“ segir Dóra Björt og brosir.
Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira