Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. janúar 2024 14:43 Einar er staðráðinn í því að flytja aftur til Grindavíkur þegar það er óhætt. Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. „Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
„Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira