Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:21 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir mikilvægt að gera áætlanir um hvernig verði brugðist við ef það gýs nærri höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Einar Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust í Heiðmörk á laugardag og sunnudag á svæði sem kallast Húsfellsbruni og er hraunsvæði nærri Bláfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn mældist 3,1 að stærð og barst Veðurstofu tilkynning um að hann hefði fundist í Breiðholtinu. Engir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í dag. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir skjálftana um helgina tengjast jarðhræringunum á Reykjanesi. „Þetta er náttúrulega bara áframhald á þessari spennulosun á Reykjanesskaganum og Bláfjallakerfið er hluti af þessum kerfum sem fer í gang og það er bara eðlilegt að það fari að gefa eftir.“ Það sem nú sjáist sé byrjunin á því ferli sem sé farið í gang. „Fyrsti kaflinn er að sjá þessa skjálfta og svo væntanlega með tíð og tíma förum við að sjá einhverja kviku safnast þarna undir.“ Jarðskjálftarnir séu til marks um að allt svæðið sé vaknað. Ármann segir ferlið geta tekið langan tíma. „Við vitum að þessi spennulosun svona eins og þetta gerðist síðast þá tók það einhver þrjú hundruð ár að losa um.“ Þá segir hann mikilvægt að huga vel að öryggismálum á öllu svæðinu með eldgos í huga. „Menn bara skoði hvað hægt er að gera ef til eldsumbrota kemur og það fer eitthvað að ógna byggð. Það þýðir ekki að við séum að hvetja til þess að menn fari að byggja risastóra varnargarða en það er allt í lagi að byrja að hanna þá. Skoða hvernig þeir eiga að vera og hvernig við viljum beina hrauninu ef það kemur til byggða ef við ætlum að beina því fram hjá byggingum eða öðrum innviðum. Það er bara mjög mikilvægt að fara í þá skoðun þannig að menn séu klárir þegar þar að kemur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira