Melvyn Richardson hefur farið á kostum fyrir lið Frakka á mótinu en hann hefur nú þurft að draga sig úr hópnum þar sem konan hans er að fara að fæða fyrsta barn þeirra í Barcelona.
Richardson, sem er leikmaður Barcelona, hefur spilað 98 landsleiki fyrir Frakkland en ljóst er að Frakkar munu þurfa á því að halda að allir aðrir lykilmenn liðsins stígi upp í fjarveru Richardson gegn ógnarsterku liði Danmerkur sem hefur unnið síðustu þrjú Heimstameistaramót.