Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 14:09 Frá Grindavík. Vísir/Arnar Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01
Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13