Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Jón Þór Stefánsson skrifar 27. janúar 2024 10:26 Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu. Vísir/Egill Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Maðurinn starfaði sem nýsköpunarstjóri hjá Íslenskum orkurannsóknum en starf hans var lagt niður í janúar 2021. Á meðan maðurinn starfaði hjá ÍSOR öðlaðist hann tvö einkaleyfi á uppfinningum sínum. Bæði þau eru íslensk, eitt fyrir tengistykki fyrir rör í háhitaborholum og hitt fyrir tengi fyrir háhitajarðvarmaborholur. Hann krafðist þess að ÍSOR myndu greiða honum 38 þúsund evrur, sem jafngildir rúmlega 5,6 milljónum króna, vegna hagnýtingar á uppfinningu hans, en upphæðina sagði hann vera þriðjung af nettóhagnaði hennar. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði „engan veginn“ sýnt fram á að nettóhagnaður hafi orðið hjá ÍSOR vegna hagnýtingar uppfinningar hans og því síður að slíkur hagnaður hafði verið að mun meiri en sem nam kostnaði sem stofnunin hafði af henni svo maðurinn ætti rétt á endurgjaldi. Í málinu lá fyrir samningur milli mannsins og ÍSOR sem bar yfirskriftina „samningur um eignarupplýsingar og uppfinningar“. Þar var samið um að ÍSOR yrði eigandi að, og gæti nýtt sér einkaleyfi og önnur hugverkaréttindi sem yrðu til í rannsóknar- og þróunarstarfi sínu. Í málinu vísaði maðurinn til samningsins þar sem að sagði að kæmi í ljós að nettóhagnaður á uppfinningum mannsins væri mun meiri en kostnaður við gerð uppfinningarinnar ætti hann rétt á hæfilegu endurgjaldi. Líkt og áður segir þótti maðurinn ekki sýna fram á að nettóhagnaður hafi orðið á uppfinningu hans og því var ÍSOR sýknað af kröfum mannsins. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en manninum er gert að greiða ÍSOR 2,5 milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Orkumál Nýsköpun Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira