Hrósar Hákoni í hástert: „Markvörður með allan pakkann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 23:31 Sænski knattspyrnusérfræðingurinn Adam Fröberg er hrifinn af því sem hann hefur séð frá Hákoni Rafni Valdimarssyni sem í dag skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Adam Fröberg, blaðamaður hjá sænska miðlinum Fotbollskanalen, segir í viðtali við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford að Hákon Rafn Valdimarsson sé „markvörður með allan pakkann.“ Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg. Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira