Handbolti

Teitur fer á EM sem horna­maður í stað Sig­valda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason er í íslenska hópnum þrátt fyrir að Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson hafi ekki valið hann í hópana sína.
Ýmir Örn Gíslason er í íslenska hópnum þrátt fyrir að Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson hafi ekki valið hann í hópana sína. Vísir/Vilhelm

Sigvaldi Björn Guðjónsson er ekki í íslenska EM-hópnum sem tilkynntur var með viðhöfn í Arion-banka í dag en Evrópumótið hefst 15. janúar næstkomandi.

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, tilkynnti í dag hvaða átján leikmenn verða með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Þetta er þriðja stórmót Snorra með liðið en fjórtánda Evrópumótið í röð þar sem Ísland er meðal þátttökuþjóða.

Snorri hafði áður valið 35 manna úrvalshóp en nú valdi hann þá leikmenn sem munu taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd.

Sigvaldi Björn Guðjónsson var búinn að vera með á sjö stórmótum í röð með íslenska landsliðinu eða öllum mótum frá og með HM 2019.

Landsliðið kemur saman til æfinga hér á landi 2. janúar næstkomandi. Áður en liðið fer á mótið mun liðið spila við Slóveníu í undanúrslitum á æfingamóti í París í Frakklandi og mæta svo annaðhvort Frakklandi eða Austurríki í hinum leiknum.

  • EM-hópur Íslands 2026:
  • Markmenn
  • Björgvin Páll Gústavsson, Val
  • Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona
  • Vinstri hornamenn
  • Bjarki Már Elísson, Veszprém
  • Orri Freyr Þorkelsson, Sporting
  • Vinstri skyttur
  • Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen
  • Elvar Örn Jónsson, Magdeburg
  • Leikstjórnendur
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg
  • Janus Daði Smárason, Pick Szeged
  • Hægri skyttur
  • Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg
  • Viggó Kristjánsson, Erlangen
  • Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg
  • Hægri hornamann
  • Óðinn Þór Ríkharðsson, Kaddetten Schaffhausen
  • Teitur Örn Einarsson, Gummersbach
  • Línumenn og varnarmenn
  • Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen
  • Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg
  • Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach
  • Ýmir Örn Gíslason, Göppingen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×