Brot á alþjóðalögum að framfylgja ekki skipunum Alþjóðadómstólsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. janúar 2024 18:37 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að nýfallinn bráðabrigðaúrskurður Alþjóðadómstólsins í Haag hafi gríðarlega mikla þýðingu. Stöð 2/Arnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem er menntuð í alþjóða- og Evrópulögum sem og mannréttindum og alþjóðlegum refsirétti, segir bráðabirgðaniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag vera ofboðslega mikilvæga fyrir íbúa á Gasa og hafa mikla þýðingu. „Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“ Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
„Vegna þess að þarna er Ísrael skipað af alþjóðadómstól sem hefur lögsögu til þess að skipa Ísrael að gera eitthvað eða láta af einhverri hegðun; að hætta öllu sem talist gæti til þjóðarmorðs og að tryggja að sönnunargögn um að mögulegt þjóðarmorð hafi verið framið séu varðveitt og ekki eyðilögð, að tryggja það að hermenn þeirra séu ekki að fremja neitt sem fellur undir skilgreiningu á þjóðarmorði í hernaði sínum á Gasa.“ Ísrael er gert að skila skýrslu innan mánaðar, frá og með deginum í dag, um hvernig þeir hafi framfylgt skipunum dómstólsins. „Það sem er mjög áhugavert og sérstakt við þennan dóm er að þau segja að það þurfi að sækja til saka þá sem hafa verið að hvetja til þjóðarmorðs, það gefur til kynna að dómstóllinn hafi töluverðar áhyggjur af þeirri orðræðu sem hefur verið viðhöfð af mjög valdamiklu fólki, þau nefna þarna varnarmálaráðherra Ísraels sem bendir til þess að verið sé að hvetja til þjóðarmorðs. Og það er auðvitað sér glæpur út af fyrir sig að hvetja til þjóðarmorðs, og þeim beri skylda til að refsa fyrir það, sækja þá til saka og vinna gegn því að fólk sé að hvetja til þjóðarmorðs í Ísrael.“ Fyrstu viðbrögð stjórnvalda í Ísrael benda ekki til þess að þau nálgist niðurstöðuna af mikilli virðingu en einn ráðamannanna hafði til að mynda í frammi uppnefni og sagði „Hague schmague“. Þórhildur Sunna segir þó að niðurstaðan í dag muni líka hafa áhrif út fyrir Ísrael og á bandamenn ríkisins sem gefa sig út fyrir að vera friðelskandi en einnig áfram um alþjóðalög. „Þessi bráðabirgðaúrskurður gefur ríkjum ákveðið lögmæti gagnvart því að beita Ísrael þrýstingi um að láta af því sem ég tel vera stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Palestínu og mögulegt þjóðarmorð, eins og bent hefur verið á, og setur í raun pressu á ríki heims sem segjast að minnsta kosti í orði kveðnu styðja alþjóðalög og fara eftir þeim og finnast mikilvægt að þeim sé fylgt og svo framvegis.“ Hið augljósa sé að úrskurðurinn setji pressu á Bandaríkin. „Að hætta að vera með, svo gott sem, skilyrðislausan stuðning við Ísrael og þetta auðveldar til muna að setja þrýsting á stjórnvöld um að beita refsiaðgerðum verði Ísrael ekki við kröfum dómstólsins um úrbætur gagnvart því sem dómstóllinn segir að þeir verði að gera. Ef þeir eru ekki að fylgja beinum úrskurði dómstólsins í Haag, þá eru þeir brotlegir við alþjóðalög vegna þess að þeim ber bein lagaleg skylda til að fylgja þessum fyrirmælum.“
Ísrael Palestína Suður-Afríka Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46 Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá Sjá meira
Segja Ísraelum að draga úr hernaði á Gasa Dómarar Alþjóðargerðardómstólsins í Haag hafa komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelar eigi að draga úr hernaðaraðgerðum á Gasaströndinni og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað er um hvort þeir séu að fremja þjóðarmorð á Gasaströndinni eða ekki. 26. janúar 2024 12:46
Von á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í dag Von er á bráðabirgðaúrskurði frá Alþjóðadómstólnum í Haag í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Suður-Afríka óskaði þess í máli sínu að dómstóllinn myndi til bráðabirgða úrskurða um það að Ísraelar láti af hernaði sínum á Gasa á meðan dómstóllinn tekur fyrir ásakanir þeirra um þjóðarmorð Ísraela á Gasa. 26. janúar 2024 07:10