Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 15:41 UNRWA er ein helsta líflína Palestínumanna á Gasaströndinni, þar sem nánast allir íbúar hafa þurft að flýja heimili sín og standa frammi fyrir hungursneyð. EPA/HAITHAM IMAD Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19
Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14