Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2024 15:41 UNRWA er ein helsta líflína Palestínumanna á Gasaströndinni, þar sem nánast allir íbúar hafa þurft að flýja heimili sín og standa frammi fyrir hungursneyð. EPA/HAITHAM IMAD Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Þann sjöunda október ruddust vígamenn Hamas og aðrir inn í suðurhluta Ísrael, þar sem þeir eru sagðir hafa banað um 1.200 manns og tekið um 250 manns í gíslingu. Í yfirlýsingu sem birt var á vef stofnunarinnar í dag segir Lazzarini að málið sé til rannsóknar og að hverjum starfsmanni UNRWA sem komið hafi að árásunum verði refsað samkvæmt lögum. Hann segir stofnunina fordæma umræddar árásir Hamas og kallar eftir því að Hamas-liðar sleppi þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu UNRWA árið 1949 til að aðstoða palestínska flóttamenn. Samtökin starfa víðsvegar fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Þessar sláandi ásakanir líta dagsins ljós á sama tíma og rúmlega tvær milljónir manna á Gasaströndinni treysta á lífsnauðsynlega aðstoð sem samtökin hafa verið að veita frá því átökin hófust. Hver sem svíkur grunngildi Sameinuðu þjóðanna svíkur einnig þá sem við þjónum á Gasa, annars staðar á svæðinu og víðs vegar um heiminn,“ segir Lazzarini í yfirlýsingunni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna tilkynnti á svipuðum tíma og Lazzarini birti yfirlýsingu sína að Bandaríkin myndu ekki gefa UNRWA frekara fé í bili. Á meðan verið væri að rannsaka þær ásakanir að tólf starfsmenn stofnunarinnar hefðu tekið þátt í árásum Hamas-samtakanna og annarra. Bandaríkin voru árið 2022 lang stærsti bakhjarl UNRWA og veittu stofnuninni um 222 milljónir dala. Næst á eftir var Evrópusambandið með rúmar hundrað milljónir dala. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi rætt við Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í gær og hann hafi sagt mikilvægt að komast til botns í málinu sem fyrst. Þá segir í yfirlýsingunni að Guterres hafi heitið því að rannsaka málið og heitið skjótum viðbrögðum reynist ásakanirnar réttar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Tengdar fréttir Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19 Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15 Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. 25. janúar 2024 16:19
Felldu tuttugu og einn hermann í umsátri Ráðamenn í Ísrael segja 24 ísraelska hermenn hafa fallið í átökum við Hamas-liða á Gasaströndinni í gær. Þar af féllu 21 þeirra í sömu árás Hamas en gærdagurinn var sá mannskæðasti fyrir ísraelska herinn frá 7. október. 23. janúar 2024 10:15
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14