„Þetta var hörku hvellur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2024 12:02 Lítið sem ekkert skyggni var á höfuðborgarsvæðinu. berghildur erla Þreifandi bylur var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og lítið sem ekkert skyggni. Lögreglufulltrúi segir umferð hafa gengið mjög hægt í morgun og eitthvað um árekstra. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs. Viðvörun við Faxaflóa er í gildi til klukkan eitt í dag en á svæðinu er suðvestan átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu og éljagangur. Viðvaranir fyrir Austurland að glettingi og Norðurland eystra gilda í allan dag og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Gular viðvaranir voru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi í morgun þar sem þreifandi bylur var og lítið sem ekkert skyggni. Lúðvík Kristinsson er varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta var bara hörku hvellur og svakalega blint. Umferðin var mjög hæg og seinfarin, hálf partinn lá niðri á köflum. Fólk seilaðist áfram á 20-30 kílómetra hraða um allar götur en merkilega lítið um árekstra þannig lagað, þannig þetta slapp fyrir horn. Ég held að fólk hafi sýnt aðgát og haldið sig heima á meðan þetta gekk yfir.“ Áfram erfið spá Fréttastofu bárust í morgun ábendingar frá vegfarendum á Reykjanesbrautinni þar sem færð var sögð erfið og ekkert skyggni. Lúðvík segir allan gang á því hvernig bílar séu búnir. Öllu máli skipti að vera á góðum dekkjum. Dregið hefur úr veðrinu á höfuðborgarsvæðinu en Lúðvík segir áfram þörf á að fara með gát. „Mér sýnist á spánni að það gæti veri áframhald á þessu, miðað við spána sem ég horfði á í morgun. Ég held að ökumenn þurfi bara að vera vakandi yfir veðrinu sem framundan er.“ Umferð Umferðaröryggi Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 26. janúar 2024 11:33 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Viðvörun við Faxaflóa er í gildi til klukkan eitt í dag en á svæðinu er suðvestan átján til tuttugu og fimm metrar á sekúndu og éljagangur. Viðvaranir fyrir Austurland að glettingi og Norðurland eystra gilda í allan dag og er fólk hvatt til að sýna aðgát. Gular viðvaranir voru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi í morgun þar sem þreifandi bylur var og lítið sem ekkert skyggni. Lúðvík Kristinsson er varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta var bara hörku hvellur og svakalega blint. Umferðin var mjög hæg og seinfarin, hálf partinn lá niðri á köflum. Fólk seilaðist áfram á 20-30 kílómetra hraða um allar götur en merkilega lítið um árekstra þannig lagað, þannig þetta slapp fyrir horn. Ég held að fólk hafi sýnt aðgát og haldið sig heima á meðan þetta gekk yfir.“ Áfram erfið spá Fréttastofu bárust í morgun ábendingar frá vegfarendum á Reykjanesbrautinni þar sem færð var sögð erfið og ekkert skyggni. Lúðvík segir allan gang á því hvernig bílar séu búnir. Öllu máli skipti að vera á góðum dekkjum. Dregið hefur úr veðrinu á höfuðborgarsvæðinu en Lúðvík segir áfram þörf á að fara með gát. „Mér sýnist á spánni að það gæti veri áframhald á þessu, miðað við spána sem ég horfði á í morgun. Ég held að ökumenn þurfi bara að vera vakandi yfir veðrinu sem framundan er.“
Umferð Umferðaröryggi Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 26. janúar 2024 11:33 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fimmtán vagnar í tjóni í glerhálku í gær Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 26. janúar 2024 11:33