Fjölskyldan kallar eftir rannsókn óháðra aðila á hvarfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 06:57 Umfangsmiklar björgunar- og leitaraðgerðir fóru fram í Grindavík eftir slysið. Leit var þó hætt eftir tvo daga vegna þess hve hættulegar aðstæður voru. Vísir/Sigurjón Fjölskylda mannsins sem féll ofan í sprungu í Grindavík þann 10. janúar á þessu ári vill að hvarf hans verði rannsakað af óháðum aðilum. Fjölskyldan vill svör um aðdraganda og aðstæður á vettvangi þar sem maðurinn, Lúðvík Pétursson, var við störf. Fjallað er um málið í Heimildinni sem kom út í dag en þar segir að bróðir mannsins, Elías Pétursson, hafi staðfest við þau að fjölskyldan hafi óskað eftir því að hvarf Lúðvíks yrði rannsakað af sjálfstæðum og óháðum aðilum. Það sé þörf á því og að mörgum spurningum sé enn ósvarað um aðdraganda, ákvarðanatöku og atburðarásina í Grindavík. Þá kemur fram í frétt Heimildarinnar að fjölskylda mannsins hafi ítrekað, á meðan leit fór fram, fengið fréttir af leitinni og framgangi hennar í fjölmiðlum. Til dæmis þegar leit var hætt tímabundið þann 12. janúar. Leit var formlega hætt síðar sama kvöld. Lögreglustjóri, Úlfar Lúðvíksson, vísaði til þess að aðstæður væru ótryggar og að ekki væri forsvaranlegt að senda menn niður í sprunguna til áframhaldandi leitar. Á meðan leit fór fram var greint frá því að aðdragandi slyssins hefði verið sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró Lúðvík ofan í hana. Annað hrun varð svo í sprungunni síðar sem gerði verkið enn erfiðara. Sprungan sem var fyllt í var við íbúðarhús í bænum. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 13. janúar 2024 18:08 Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 13. janúar 2024 17:55 „Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. 21. janúar 2024 13:00 Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13. janúar 2024 12:10 Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. 13. janúar 2024 10:31 Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12. janúar 2024 19:14 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Fjallað er um málið í Heimildinni sem kom út í dag en þar segir að bróðir mannsins, Elías Pétursson, hafi staðfest við þau að fjölskyldan hafi óskað eftir því að hvarf Lúðvíks yrði rannsakað af sjálfstæðum og óháðum aðilum. Það sé þörf á því og að mörgum spurningum sé enn ósvarað um aðdraganda, ákvarðanatöku og atburðarásina í Grindavík. Þá kemur fram í frétt Heimildarinnar að fjölskylda mannsins hafi ítrekað, á meðan leit fór fram, fengið fréttir af leitinni og framgangi hennar í fjölmiðlum. Til dæmis þegar leit var hætt tímabundið þann 12. janúar. Leit var formlega hætt síðar sama kvöld. Lögreglustjóri, Úlfar Lúðvíksson, vísaði til þess að aðstæður væru ótryggar og að ekki væri forsvaranlegt að senda menn niður í sprunguna til áframhaldandi leitar. Á meðan leit fór fram var greint frá því að aðdragandi slyssins hefði verið sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró Lúðvík ofan í hana. Annað hrun varð svo í sprungunni síðar sem gerði verkið enn erfiðara. Sprungan sem var fyllt í var við íbúðarhús í bænum.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 13. janúar 2024 18:08 Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 13. janúar 2024 17:55 „Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. 21. janúar 2024 13:00 Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13. janúar 2024 12:10 Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. 13. janúar 2024 10:31 Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12. janúar 2024 19:14 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Nafn mannsins sem saknað er eftir vinnuslysið Maðurinn sem saknað er eftir vinnuslys sem varð í Grindavík þann 10. janúar heitir Lúðvík Pétursson. 13. janúar 2024 18:08
Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. 13. janúar 2024 17:55
„Alvarlegra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“ Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum. 21. janúar 2024 13:00
Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. 13. janúar 2024 12:10
Hætta að meta tjón í Grindavík í bili Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í Grindavík í ljósi atburða vikunnar. Stofnunin hefur unnið að mati á tjóni á fasteignum og innviðum í bænum frá því náttúruhamfarirnar hófust í nóvember síðastliðnum. 13. janúar 2024 10:31
Hætta leitinni að manninum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. 12. janúar 2024 19:14