„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2024 22:10 Pavel var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“ Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum