„Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2024 22:10 Pavel var ekki kátur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Tindastóls töpuðu sínum fjórða leik í röð í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið lá á útivelli gegn Val, lokatölur í N1-höllinni 90-79. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“ Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, eyddi drjúgum tíma með liði sínu inni í klefa áður en hann kom í viðtal og var því búinn að hafa smá tíma til að leggja mat á það hvað klikkaði í kvöld. „Það var margt, leikskipulagslega séð. En fyrst og fremst það sem klúðraði þessum leik er skortur á sjálfstrausti; einstaklings, sem lið, sem hópur, þá skortir trúna og skilning á hvað við erum og hvað þeir geta sem einstaklingar og sem lið. Það var, og er, stærsta vandamálið okkar núna.“ Stólarnir áttu mörg áhlaup í leiknum en náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Pavel sagði að hans menn væru einfaldlega illa þjakaðir af skorti á sjálfstrausti. „Í hvert einasta skipti sem þetta áhlaup kom hjá okkur þá er það sama. Það breytist ekkert mikið hjá Val eða okkar andstæðingum. Það er eins og við bara hreinlega trúum því ekki sjálfir að við getum klárað. Það er eins og við trúum því ekki „Heyrðu við getum bara haldið áfram að gera þetta!“ og í það minnsta þá gert þetta að einhverjum alvöru leik.“ „Frá mínu sjónarhorni þá trúði ég ekki alveg strákunum þegar þetta er að gerast. Þetta endurspeglast allt í þessu sjálfstrausti sem okkur skortir núna. „Það er eins og okkur líði eins og við eigum ekkert gott skilið.“ Spurður að því hvort það yrðu mögulega þung skref að mæta í kaupfélagið á Sauðárkróki á morgun játti Pavel því en sagði pressuna einfaldlega vera hluti af starfinu. „Já, eflaust. Það er náttúrulega bara það sem fylgir því að þjálfa Tindastól, þú þarft bara að „díla“ við það. Það er bara hluti af þessu. Stór hluti af mínu starfi. Það er bara mitt verk núna að rífa sjálfstraustið upp, bæði hjá þessum leikmönnum, hjá liðinu, öllum í kringum þetta.“ Pavel er þó ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát, það sé einfaldlega ekkert annað í stöðunni en að ná vopnum sínum á ný og kæta Skagfirðinga alla. Ég hef sagt þetta áður og ég segi það aftur að við eigum bara ekki annarra kosta völ en að halda áfram og reyna að komast á þann stað að okkur líði vel með sjálfa okkur. Ef okkur líður vel með sjálfa okkur þá spilum við vel. Þá vinnum við og þá er kaupfélagið ánægt líka!“
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira