„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 21:46 Benedikt í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira