Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:00 María Björk festist í lyftu á heimili sínu í rafmagnsleysinu í Reykjavík í dag. Aðsend María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024
Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent