Íslenski boltinn

Reykja­víkurs­lag Fram og Vals frestað vegna veðurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Magnússon hefði borið fyrirliðaband Fram í leik dagsins.
Guðmundur Magnússon hefði borið fyrirliðaband Fram í leik dagsins. Vísir/Diego

Leik Fram og Vals í Reykjavíkurmóti karla í knattspyrnu var frestað vegna þess veðurs sem nú gengur um höfuðborgarsvæðið.

Veðrið hefur leikið höfuðborgarbúa grátt í dag. Fór rafmagn til að mynda af og fólk festist í lyftum.

Það kom því lítið á óvart þegar ákveðið var að fresta leik Fram og Vals sem átti að fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal í Grafarholti.

Í tilkynningu frá heimaliðinu segir: „Leiknum verður frestað vegna veðurs. Nánari upplýsingar síðar.“

Liðin leika í B-riðli Reykjavíkurmótsins og eru með einn sigur eftir tvo leiki. Bæði lið hafa lagt Þrótt Reykjavík að velli en tapað fyrir KR sem er með fullt hús stiga og mætir Þrótti R. annað kvöld, föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×