Líkt og varað var við í gær fylgdi þrumuveður storminum sem gekk yfir í nótt og í morgun. Þrumur vöktu lesanda Vísis um klukkan 06:20 í gær og hann ákvað að kíkja á vefmyndavélar Live from Iceland, sem eru ofan á Perlunni í Öskjuhlíð.
Í myndskeiðinu hér að neðan má sjá tvær eldingar sem sáust á vefmyndavélinni sem snýr í vestur. Athugið að hægt hefur verið á myndefninu og það klippt saman: