Tvennt gisti þar vegna rannsóknar á þjófnaði og sá þriðji vegna hótana og annarlegrar hegðunar. Þá var sá fjórði vistaður í fangageymslu vegna gruns um húsbrot, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.
Lögreglan hafði einnig afskipti af nokkrum ökumönnum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Þá var í matvöruverslun einni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um þjófnað þrisvar á tveimur klukkustundum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar var málið afgreitt á staðnum.