Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 13:45 Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. EPA/FILIP SINGER Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. Í færslu sem Orban birti á X (áður Twitter) segist hann hafa sagt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frá þessari afstöðu sinni í símtali þeirra í dag. Allar aðrar þjóðir í NATO hafa samþykkt umsókn Just finished a phone call with @NATO Secretary General @jensstoltenberg. I reaffirmed that the Hungarian government supports the NATO-membership of #Sweden. I also stressed that we will continue to urge the Hungarian National Assembly to vote in favor of Sweden s accession and — Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) January 24, 2024 Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa dregið fæturna í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkneska þingið samþykkti umsókn Svía í gær en Orban hafði sagt fyrr í vikunni að hann vildi fá forsætisráðherra Svíþjóðar til Ungverjalands til viðræðna um aðildarumsókn Svíþjóðar. Áður hafði Orban sagt að Ungverjar vildu ekki verða síðastir til að samþykkja umsókna Svía. Orban hefur haldið jákvæðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og staðið í vegi aðstoðar Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði. NATO Ungverjaland Svíþjóð Tengdar fréttir Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Í færslu sem Orban birti á X (áður Twitter) segist hann hafa sagt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frá þessari afstöðu sinni í símtali þeirra í dag. Allar aðrar þjóðir í NATO hafa samþykkt umsókn Just finished a phone call with @NATO Secretary General @jensstoltenberg. I reaffirmed that the Hungarian government supports the NATO-membership of #Sweden. I also stressed that we will continue to urge the Hungarian National Assembly to vote in favor of Sweden s accession and — Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) January 24, 2024 Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa dregið fæturna í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkneska þingið samþykkti umsókn Svía í gær en Orban hafði sagt fyrr í vikunni að hann vildi fá forsætisráðherra Svíþjóðar til Ungverjalands til viðræðna um aðildarumsókn Svíþjóðar. Áður hafði Orban sagt að Ungverjar vildu ekki verða síðastir til að samþykkja umsókna Svía. Orban hefur haldið jákvæðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og staðið í vegi aðstoðar Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði.
NATO Ungverjaland Svíþjóð Tengdar fréttir Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55