Í færslu sem Orban birti á X (áður Twitter) segist hann hafa sagt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frá þessari afstöðu sinni í símtali þeirra í dag.
Allar aðrar þjóðir í NATO hafa samþykkt umsókn
Just finished a phone call with @NATO Secretary General @jensstoltenberg. I reaffirmed that the Hungarian government supports the NATO-membership of #Sweden. I also stressed that we will continue to urge the Hungarian National Assembly to vote in favor of Sweden s accession and
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) January 24, 2024
Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa dregið fæturna í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra.
Tyrkneska þingið samþykkti umsókn Svía í gær en Orban hafði sagt fyrr í vikunni að hann vildi fá forsætisráðherra Svíþjóðar til Ungverjalands til viðræðna um aðildarumsókn Svíþjóðar. Áður hafði Orban sagt að Ungverjar vildu ekki verða síðastir til að samþykkja umsókna Svía.
Orban hefur haldið jákvæðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og staðið í vegi aðstoðar Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði.