„Við rekum atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 09:03 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir orðbragð og orðaval skipta máli í umræðu um útlendingamál. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta borið ábyrgð á öllu sem Samfylkingin hefur gert sögulega. Hún segir áríðandi að gæta að mannúð og sanngirni í útlendingamálum á sama tíma og send séu skýr skilaboð um stjórn á landamærum. Kristrún ræddi þetta, og annað, í Bítinu í morgun. Kristrún ræddi útlendingamálin í þættinum en utanríkisráðherra greindi frá því í gær að fimmtán milljörðum hefði verið varið í meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd síðustu tvö ár. Á þeim tíma hafa um fimm þúsund sótt um alþjóðlega vernd, meirihlutinn frá Úkraínu og Venesúela. Kristrún sagði mikilvægt að muna að hægt sé að huga að þessum málum á mannúðlegan hátt á sama tíma og á sama tíma séu send skilaboð um að það þurfi að hafa stjórn á stöðunni á landamærunum. Það sé ábyrgðarhluti að kerfið fúnkeri og stefnan þurfi að vera sjálfbær og það hvernig tekið er á móti fólki. Allt kerfið sé ósjálfbært eins og það er í dag og það þurfi að skerpa á reglum þannig kerfið sé bæði sanngjarnt og sjálfbært. „Þessi grunngildi þurfa að standa. Við þurfum að vilja mannúðlegt og sjálfbært kerfi sem er sanngjarnt , og það þarf að skerpa á reglunum miðað við það. Og við þurfum auðvitað að vera með ákveðna stjórn á landamærunum. En umræðan og orðræðan og orðbragðið skiptir máli í þessu samhengi,“ sagði Kristrún. Hún sagðist þó einnig vilja bæta því að það sé ábyrgðarlaust af íslenskum stjórnmálamönnum að láta eins og öll sú þróun sem hafi orðið síðustu ár í íslensku samfélagi sem snúi að fjölþjóðlegum heimi tengist hælisleitendum. Við séum í EES og í þeirri stöðu að hingað kemur fólk því við biðjum þau um það. Það séu sköpuð störf sem við höfum ekki áhuga á að sinna. „Við rekum atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í að miklu leyti og þess vegna er þetta stórt pólitískt atvinnustefnu mál. Hvernig við búum um þessa hnúta og hvernig við ráðum við þessa stöðu,“ sagði Kristrún og að margir sem komi hingað og lendi í vandræðum séu hingað komin til að sækja vinnu sem sé auglýst og vanti starfsfólk í. Þurfum að endurreikna húsnæðisliðinn Kristrún svaraði einnig spurningum hlustenda í Bítinu og ræddi meðal annars húsnæðisliðinn í neysluvísitölunni og hvort það væri raunhæft að losa hann. Kristrún sagði þetta alltaf koma reglulega upp og að hún skilji hvert fólk vilji fara með þetta. Þetta geti gert eitthvað til að laga aðstæður en að undirliggjandi vandinn sé húsnæðismarkaðurinn sjálfur og að hann lagist ekki við það að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni. „Hann mun ekki lagast við að kippa einhverjum mælikvarða út úr öðrum mælikvarða,“ sagði Kristrún og að það væri ábyrgðarhluti ráðherra að láta ekki eins og það myndi laga ástandið. Það væru mörg lán sem væru byggð á þessari vísitölu og að það myndi hafa áhrif að taka hann út. Hún sagðist þó jákvæð fyrir því að breyta útreikningi á húsnæðislið í neysluvísitölunni. Það sem sé vont sé að í hverjum mánuði komi inn útreikningar á verðbólgu og útreikningar á húsnæði og það tikki inn. „Þá kannski lendum við í því að það hafi aðeins færri sérbýli verið seld og á uppsprengdu verði og þá keyrist það inn og þessi óstöðugleiki er vondur,“ sagði Kristrún og það væri hægt að breyta þessu með því að miða við langtímameðalatöl frekar. Það væri til dæmis gert þannig í Svíþjóð. Kristrún sagði mikilvægast að stjórnmálamenn væru heiðarlegir og inn í þetta samtal yrði að taka til greina að ekki neins staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við séu verðtryggð lán. Hún sagði þannig það ekki neina allsherjarlausn að taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni. Það mætti eiga við útreikningana og það myndi mögulega minnka skammtímahöggin sem fólk getur fengið. Annað sem hlustendur spurðu út í var afnám persónuafsláttar hjá þeim sem dvelja löngum stundum erlendis. Hún sagði þetta ekki komið til framkvæmdar og að það þyrfti að skoða þetta betur. Erfðir tímar fyrir Samfylkinguna Þá var Kristrún spurði út leynd á skjölum sem Jóhanna Sigurðardóttir setti á. Kristrún sagðist ekki vita nákvæmlega hvaða skjöl væri verið að ræða um en ræddi í þessu samhengi flokkinn sinn, Samfylkinguna. Hún sagði eðlilegt að fólk hugsaði til þess þegar þau voru síðast í ríkisstjórn en að það hafi verið erfiðir tímar. „Það er langt síðan þetta var og þetta var löngu fyrir tilkomu mína í íslensk stjórnmál. Ég er auðvitað partur af flokki og sögu og ég er líka stolt af mínum forverum en veit að það er ýmislegt sem hefði mátt gera betur,“ sagði Kristrún og að það væri ómögulegt fyrir hana að koma inn í stjórnmál núna og bera ábyrgð á öllu sem flokkurinn hafi gert sögulega. Hún sagðist skilja að fólk vantreysti þeim á grundvelli ákvarðana sem voru teknar þá en að stefnan hafi tekið breytingum. „Þetta voru erfiðir tímar og erfiðar ákvarðanir en ég verð líka að fá fólk til að treysta mér á þeim forsendum sem ég kem inn í flokkinn,“ sagði Kristrún. Kristrún segir margar erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. En hún geti ekki borið ábyrgð á því. Hún sagði flokkinn í mikilli málefnavinnu og hvetur fólk sem líður eins og það hafi ekki verið hlustað á það síðasta áratuginn til að koma og tala við þau til að byggja upp traust að nýju. Þau ræddu einnig krónu á móti krónu skerðingar og Kristrún sagði ávallt hafa talað fyrir því að lyfta frítekjumarki á atvinnu- og lífeyristekjum. „Það er það sem er að bíta fólk mest,“ sagði Kristrún og að jaðarskattlagning á öryrkja væri víða 70 prósent. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í könnunum í marga mánuði. Spurð hvort hún sé að toppa á versta tíma, það er miðju kjörtímabili, segir Kristrún að hún viti ekki með það en hún heyri þetta reglulega. „Við erum bara að vinna vinnuna. Svo birtist það bara með ákveðnum hætti í skoðanakönnunum.“ Kristrún ræddi að lokum orkumálin en hún heimsótti Noreg í síðustu viku. Hún sagði margt hægt að læra af þeim um vindorku. Það þurfi heildræna stefnu og náið samstarf við nærsamfélagið. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Orkumál Bítið Mannréttindi Samfylkingin Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Kristrún ræddi útlendingamálin í þættinum en utanríkisráðherra greindi frá því í gær að fimmtán milljörðum hefði verið varið í meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd síðustu tvö ár. Á þeim tíma hafa um fimm þúsund sótt um alþjóðlega vernd, meirihlutinn frá Úkraínu og Venesúela. Kristrún sagði mikilvægt að muna að hægt sé að huga að þessum málum á mannúðlegan hátt á sama tíma og á sama tíma séu send skilaboð um að það þurfi að hafa stjórn á stöðunni á landamærunum. Það sé ábyrgðarhluti að kerfið fúnkeri og stefnan þurfi að vera sjálfbær og það hvernig tekið er á móti fólki. Allt kerfið sé ósjálfbært eins og það er í dag og það þurfi að skerpa á reglum þannig kerfið sé bæði sanngjarnt og sjálfbært. „Þessi grunngildi þurfa að standa. Við þurfum að vilja mannúðlegt og sjálfbært kerfi sem er sanngjarnt , og það þarf að skerpa á reglunum miðað við það. Og við þurfum auðvitað að vera með ákveðna stjórn á landamærunum. En umræðan og orðræðan og orðbragðið skiptir máli í þessu samhengi,“ sagði Kristrún. Hún sagðist þó einnig vilja bæta því að það sé ábyrgðarlaust af íslenskum stjórnmálamönnum að láta eins og öll sú þróun sem hafi orðið síðustu ár í íslensku samfélagi sem snúi að fjölþjóðlegum heimi tengist hælisleitendum. Við séum í EES og í þeirri stöðu að hingað kemur fólk því við biðjum þau um það. Það séu sköpuð störf sem við höfum ekki áhuga á að sinna. „Við rekum atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í að miklu leyti og þess vegna er þetta stórt pólitískt atvinnustefnu mál. Hvernig við búum um þessa hnúta og hvernig við ráðum við þessa stöðu,“ sagði Kristrún og að margir sem komi hingað og lendi í vandræðum séu hingað komin til að sækja vinnu sem sé auglýst og vanti starfsfólk í. Þurfum að endurreikna húsnæðisliðinn Kristrún svaraði einnig spurningum hlustenda í Bítinu og ræddi meðal annars húsnæðisliðinn í neysluvísitölunni og hvort það væri raunhæft að losa hann. Kristrún sagði þetta alltaf koma reglulega upp og að hún skilji hvert fólk vilji fara með þetta. Þetta geti gert eitthvað til að laga aðstæður en að undirliggjandi vandinn sé húsnæðismarkaðurinn sjálfur og að hann lagist ekki við það að taka húsnæðisliðinn úr neysluvísitölunni. „Hann mun ekki lagast við að kippa einhverjum mælikvarða út úr öðrum mælikvarða,“ sagði Kristrún og að það væri ábyrgðarhluti ráðherra að láta ekki eins og það myndi laga ástandið. Það væru mörg lán sem væru byggð á þessari vísitölu og að það myndi hafa áhrif að taka hann út. Hún sagðist þó jákvæð fyrir því að breyta útreikningi á húsnæðislið í neysluvísitölunni. Það sem sé vont sé að í hverjum mánuði komi inn útreikningar á verðbólgu og útreikningar á húsnæði og það tikki inn. „Þá kannski lendum við í því að það hafi aðeins færri sérbýli verið seld og á uppsprengdu verði og þá keyrist það inn og þessi óstöðugleiki er vondur,“ sagði Kristrún og það væri hægt að breyta þessu með því að miða við langtímameðalatöl frekar. Það væri til dæmis gert þannig í Svíþjóð. Kristrún sagði mikilvægast að stjórnmálamenn væru heiðarlegir og inn í þetta samtal yrði að taka til greina að ekki neins staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við séu verðtryggð lán. Hún sagði þannig það ekki neina allsherjarlausn að taka húsnæðisliðinn út úr neysluvísitölunni. Það mætti eiga við útreikningana og það myndi mögulega minnka skammtímahöggin sem fólk getur fengið. Annað sem hlustendur spurðu út í var afnám persónuafsláttar hjá þeim sem dvelja löngum stundum erlendis. Hún sagði þetta ekki komið til framkvæmdar og að það þyrfti að skoða þetta betur. Erfðir tímar fyrir Samfylkinguna Þá var Kristrún spurði út leynd á skjölum sem Jóhanna Sigurðardóttir setti á. Kristrún sagðist ekki vita nákvæmlega hvaða skjöl væri verið að ræða um en ræddi í þessu samhengi flokkinn sinn, Samfylkinguna. Hún sagði eðlilegt að fólk hugsaði til þess þegar þau voru síðast í ríkisstjórn en að það hafi verið erfiðir tímar. „Það er langt síðan þetta var og þetta var löngu fyrir tilkomu mína í íslensk stjórnmál. Ég er auðvitað partur af flokki og sögu og ég er líka stolt af mínum forverum en veit að það er ýmislegt sem hefði mátt gera betur,“ sagði Kristrún og að það væri ómögulegt fyrir hana að koma inn í stjórnmál núna og bera ábyrgð á öllu sem flokkurinn hafi gert sögulega. Hún sagðist skilja að fólk vantreysti þeim á grundvelli ákvarðana sem voru teknar þá en að stefnan hafi tekið breytingum. „Þetta voru erfiðir tímar og erfiðar ákvarðanir en ég verð líka að fá fólk til að treysta mér á þeim forsendum sem ég kem inn í flokkinn,“ sagði Kristrún. Kristrún segir margar erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar í forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. En hún geti ekki borið ábyrgð á því. Hún sagði flokkinn í mikilli málefnavinnu og hvetur fólk sem líður eins og það hafi ekki verið hlustað á það síðasta áratuginn til að koma og tala við þau til að byggja upp traust að nýju. Þau ræddu einnig krónu á móti krónu skerðingar og Kristrún sagði ávallt hafa talað fyrir því að lyfta frítekjumarki á atvinnu- og lífeyristekjum. „Það er það sem er að bíta fólk mest,“ sagði Kristrún og að jaðarskattlagning á öryrkja væri víða 70 prósent. Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í könnunum í marga mánuði. Spurð hvort hún sé að toppa á versta tíma, það er miðju kjörtímabili, segir Kristrún að hún viti ekki með það en hún heyri þetta reglulega. „Við erum bara að vinna vinnuna. Svo birtist það bara með ákveðnum hætti í skoðanakönnunum.“ Kristrún ræddi að lokum orkumálin en hún heimsótti Noreg í síðustu viku. Hún sagði margt hægt að læra af þeim um vindorku. Það þurfi heildræna stefnu og náið samstarf við nærsamfélagið.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Orkumál Bítið Mannréttindi Samfylkingin Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira