Vonast eftir afgerandi sigri gegn Haley Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 15:32 Donald Trump gæti orðið fyrsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins til að sigra í fyrstu tveimur forvölum Bandaríkjanna frá 1976. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda. Haley vonast til þess að hún nái að grafa sig inn í fylgi Trumps og sýna að hún eigi mögulega, eftir frekar dræman árangur í Iowa í síðustu viku. Kannanir sýna að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðra vilja alls ekki veita Trump atkvæði sitt. Trump sigraði í forvali Repúblikana í New Hampshire þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2016. Nokkrir bandamanna hans sem voru í framboði í þingkosningunum 2022 var þó hafnað af kjósendum þar. Kjósendur í bænum Dixville Notch stæra sig af því að vera fyrstir í New Hampshire til að lýsa yfir úrslitum í forvali ríkisins. Þar eru sex á kjörskrá þetta árið og fékk Haley atkvæði þeirra allra. Takist Trump að sigra í New Hampshire yrði hann fyrsti forsetaframbjóðandi Repúblikana til að sgira í bæði Iowa og New Hampshire síðan ríkin urðu þau fyrstu tvö í forvölum Bandaríkjanna árið 1976, samkvæmt AP fréttaveitunni. Haley hefur verið að ferð og flugi um New Hampshire með ríkisstjóranum Chris Sununu, sem nýtur töluverðra vinsælda í ríkinu en hefur verið gagnrýninn á Trump. Hún hefur sagt kjósendum að hún muni ekki gefast upp. Á kosningafundi í gær sagði hún forvalið um það hvort kjósendur vildu meira af því sama eða hvort þeir vildu einhvern með nýjar lausnir og myndi færa Bandaríkin fram á við. „Við getum annað hvort gert það sem við höfum alltaf gert og lifað í þeim óreiðuheimi sem við höfðum, eða við getum horft fram á við án dramtíkur, án hefndanna og með árangur fyrir bandarísku þjóðina.“ Margir sem styðja ekki Trump Hvort sem Trump sigrar í New Hampshire eða Haley, þá stendur Trump frammi fyrir vandamálum. Í frétt Politico segir að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðir kjósendur séu alfarið gegn því að kjósa hann. Til marks um það sýndi könnun sem gerð var í Iowa nýverið að nærri því helmingur stuðningsmanna Haley í því ríki sagðist frekar ætla að kjósa Biden en Trump í kosningunum í nóvember, beri Trump sigur úr býtum í forvalinu. Blaðamaður Politico segist hafa rekist á marga kjósendur í New Hampshire sem væru á sama máli. Joe Biden á einnig í álíka vandræðum, þar sem margir kjósendur Demókrataflokksins segjast ekki styðja annað framboð hans. Politico vísar til annarrar könnunar sem sýndi að Biden naut stuðnings 91 prósents kjósenda Demókrataflokksins og að Trump naut stuðnings 86 prósenta kjósenda Repúblikanaflokksins. Eins og bent er á í greininni er þetta ekki mikill munur á pappír en hann gæti skipt sköpum í jöfnum kosningum, eins og síðustu kosningar árið 2020 voru. Sununu sagði blaðamönnum á dögunum að Trump myndi eiga gífurlega erfitt með að sigra New Hampshire í forsetakosningunum í nóvember. „Hann hefur þegar sannað það. Hann hefur tapað áður og samkvæmt könnunum mun hann tapa enn stærra þetta skiptið.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Haley vonast til þess að hún nái að grafa sig inn í fylgi Trumps og sýna að hún eigi mögulega, eftir frekar dræman árangur í Iowa í síðustu viku. Kannanir sýna að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðra vilja alls ekki veita Trump atkvæði sitt. Trump sigraði í forvali Repúblikana í New Hampshire þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2016. Nokkrir bandamanna hans sem voru í framboði í þingkosningunum 2022 var þó hafnað af kjósendum þar. Kjósendur í bænum Dixville Notch stæra sig af því að vera fyrstir í New Hampshire til að lýsa yfir úrslitum í forvali ríkisins. Þar eru sex á kjörskrá þetta árið og fékk Haley atkvæði þeirra allra. Takist Trump að sigra í New Hampshire yrði hann fyrsti forsetaframbjóðandi Repúblikana til að sgira í bæði Iowa og New Hampshire síðan ríkin urðu þau fyrstu tvö í forvölum Bandaríkjanna árið 1976, samkvæmt AP fréttaveitunni. Haley hefur verið að ferð og flugi um New Hampshire með ríkisstjóranum Chris Sununu, sem nýtur töluverðra vinsælda í ríkinu en hefur verið gagnrýninn á Trump. Hún hefur sagt kjósendum að hún muni ekki gefast upp. Á kosningafundi í gær sagði hún forvalið um það hvort kjósendur vildu meira af því sama eða hvort þeir vildu einhvern með nýjar lausnir og myndi færa Bandaríkin fram á við. „Við getum annað hvort gert það sem við höfum alltaf gert og lifað í þeim óreiðuheimi sem við höfðum, eða við getum horft fram á við án dramtíkur, án hefndanna og með árangur fyrir bandarísku þjóðina.“ Margir sem styðja ekki Trump Hvort sem Trump sigrar í New Hampshire eða Haley, þá stendur Trump frammi fyrir vandamálum. Í frétt Politico segir að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðir kjósendur séu alfarið gegn því að kjósa hann. Til marks um það sýndi könnun sem gerð var í Iowa nýverið að nærri því helmingur stuðningsmanna Haley í því ríki sagðist frekar ætla að kjósa Biden en Trump í kosningunum í nóvember, beri Trump sigur úr býtum í forvalinu. Blaðamaður Politico segist hafa rekist á marga kjósendur í New Hampshire sem væru á sama máli. Joe Biden á einnig í álíka vandræðum, þar sem margir kjósendur Demókrataflokksins segjast ekki styðja annað framboð hans. Politico vísar til annarrar könnunar sem sýndi að Biden naut stuðnings 91 prósents kjósenda Demókrataflokksins og að Trump naut stuðnings 86 prósenta kjósenda Repúblikanaflokksins. Eins og bent er á í greininni er þetta ekki mikill munur á pappír en hann gæti skipt sköpum í jöfnum kosningum, eins og síðustu kosningar árið 2020 voru. Sununu sagði blaðamönnum á dögunum að Trump myndi eiga gífurlega erfitt með að sigra New Hampshire í forsetakosningunum í nóvember. „Hann hefur þegar sannað það. Hann hefur tapað áður og samkvæmt könnunum mun hann tapa enn stærra þetta skiptið.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48
Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22
Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00