Vonast eftir afgerandi sigri gegn Haley Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 15:32 Donald Trump gæti orðið fyrsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins til að sigra í fyrstu tveimur forvölum Bandaríkjanna frá 1976. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda. Haley vonast til þess að hún nái að grafa sig inn í fylgi Trumps og sýna að hún eigi mögulega, eftir frekar dræman árangur í Iowa í síðustu viku. Kannanir sýna að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðra vilja alls ekki veita Trump atkvæði sitt. Trump sigraði í forvali Repúblikana í New Hampshire þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2016. Nokkrir bandamanna hans sem voru í framboði í þingkosningunum 2022 var þó hafnað af kjósendum þar. Kjósendur í bænum Dixville Notch stæra sig af því að vera fyrstir í New Hampshire til að lýsa yfir úrslitum í forvali ríkisins. Þar eru sex á kjörskrá þetta árið og fékk Haley atkvæði þeirra allra. Takist Trump að sigra í New Hampshire yrði hann fyrsti forsetaframbjóðandi Repúblikana til að sgira í bæði Iowa og New Hampshire síðan ríkin urðu þau fyrstu tvö í forvölum Bandaríkjanna árið 1976, samkvæmt AP fréttaveitunni. Haley hefur verið að ferð og flugi um New Hampshire með ríkisstjóranum Chris Sununu, sem nýtur töluverðra vinsælda í ríkinu en hefur verið gagnrýninn á Trump. Hún hefur sagt kjósendum að hún muni ekki gefast upp. Á kosningafundi í gær sagði hún forvalið um það hvort kjósendur vildu meira af því sama eða hvort þeir vildu einhvern með nýjar lausnir og myndi færa Bandaríkin fram á við. „Við getum annað hvort gert það sem við höfum alltaf gert og lifað í þeim óreiðuheimi sem við höfðum, eða við getum horft fram á við án dramtíkur, án hefndanna og með árangur fyrir bandarísku þjóðina.“ Margir sem styðja ekki Trump Hvort sem Trump sigrar í New Hampshire eða Haley, þá stendur Trump frammi fyrir vandamálum. Í frétt Politico segir að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðir kjósendur séu alfarið gegn því að kjósa hann. Til marks um það sýndi könnun sem gerð var í Iowa nýverið að nærri því helmingur stuðningsmanna Haley í því ríki sagðist frekar ætla að kjósa Biden en Trump í kosningunum í nóvember, beri Trump sigur úr býtum í forvalinu. Blaðamaður Politico segist hafa rekist á marga kjósendur í New Hampshire sem væru á sama máli. Joe Biden á einnig í álíka vandræðum, þar sem margir kjósendur Demókrataflokksins segjast ekki styðja annað framboð hans. Politico vísar til annarrar könnunar sem sýndi að Biden naut stuðnings 91 prósents kjósenda Demókrataflokksins og að Trump naut stuðnings 86 prósenta kjósenda Repúblikanaflokksins. Eins og bent er á í greininni er þetta ekki mikill munur á pappír en hann gæti skipt sköpum í jöfnum kosningum, eins og síðustu kosningar árið 2020 voru. Sununu sagði blaðamönnum á dögunum að Trump myndi eiga gífurlega erfitt með að sigra New Hampshire í forsetakosningunum í nóvember. „Hann hefur þegar sannað það. Hann hefur tapað áður og samkvæmt könnunum mun hann tapa enn stærra þetta skiptið.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Haley vonast til þess að hún nái að grafa sig inn í fylgi Trumps og sýna að hún eigi mögulega, eftir frekar dræman árangur í Iowa í síðustu viku. Kannanir sýna að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðra vilja alls ekki veita Trump atkvæði sitt. Trump sigraði í forvali Repúblikana í New Hampshire þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2016. Nokkrir bandamanna hans sem voru í framboði í þingkosningunum 2022 var þó hafnað af kjósendum þar. Kjósendur í bænum Dixville Notch stæra sig af því að vera fyrstir í New Hampshire til að lýsa yfir úrslitum í forvali ríkisins. Þar eru sex á kjörskrá þetta árið og fékk Haley atkvæði þeirra allra. Takist Trump að sigra í New Hampshire yrði hann fyrsti forsetaframbjóðandi Repúblikana til að sgira í bæði Iowa og New Hampshire síðan ríkin urðu þau fyrstu tvö í forvölum Bandaríkjanna árið 1976, samkvæmt AP fréttaveitunni. Haley hefur verið að ferð og flugi um New Hampshire með ríkisstjóranum Chris Sununu, sem nýtur töluverðra vinsælda í ríkinu en hefur verið gagnrýninn á Trump. Hún hefur sagt kjósendum að hún muni ekki gefast upp. Á kosningafundi í gær sagði hún forvalið um það hvort kjósendur vildu meira af því sama eða hvort þeir vildu einhvern með nýjar lausnir og myndi færa Bandaríkin fram á við. „Við getum annað hvort gert það sem við höfum alltaf gert og lifað í þeim óreiðuheimi sem við höfðum, eða við getum horft fram á við án dramtíkur, án hefndanna og með árangur fyrir bandarísku þjóðina.“ Margir sem styðja ekki Trump Hvort sem Trump sigrar í New Hampshire eða Haley, þá stendur Trump frammi fyrir vandamálum. Í frétt Politico segir að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðir kjósendur séu alfarið gegn því að kjósa hann. Til marks um það sýndi könnun sem gerð var í Iowa nýverið að nærri því helmingur stuðningsmanna Haley í því ríki sagðist frekar ætla að kjósa Biden en Trump í kosningunum í nóvember, beri Trump sigur úr býtum í forvalinu. Blaðamaður Politico segist hafa rekist á marga kjósendur í New Hampshire sem væru á sama máli. Joe Biden á einnig í álíka vandræðum, þar sem margir kjósendur Demókrataflokksins segjast ekki styðja annað framboð hans. Politico vísar til annarrar könnunar sem sýndi að Biden naut stuðnings 91 prósents kjósenda Demókrataflokksins og að Trump naut stuðnings 86 prósenta kjósenda Repúblikanaflokksins. Eins og bent er á í greininni er þetta ekki mikill munur á pappír en hann gæti skipt sköpum í jöfnum kosningum, eins og síðustu kosningar árið 2020 voru. Sununu sagði blaðamönnum á dögunum að Trump myndi eiga gífurlega erfitt með að sigra New Hampshire í forsetakosningunum í nóvember. „Hann hefur þegar sannað það. Hann hefur tapað áður og samkvæmt könnunum mun hann tapa enn stærra þetta skiptið.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48
Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22
Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00