Loforð um að taka óvissu Grindvíkinga í fangið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 13:41 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti undirbúning aðgerðanna á blaðamannafundi. Vísir/Ívar Til skoðunar er hjá yfirvöldum að kaupa allt húsnæði Grindvíkinga. Ríkisstjórnin hyggst ekki taka ákvörðun um það nú en heitir því að óvissa Grindvíkinga verði tekin í fang ríkisins. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að aðgerðirnar snúi að því að gera Grindvíkingum kleift að koma sér upp öruggu heimili, tryggja örugga afkomu og aðstoð við að bjarga verðmætum. Eins og fram hefur komið hófst blaðamannafundur um stöðu vinnu við undirbúning aðgerða fyrir íbúa Grindavíkur klukkan 13:30. Þar sátu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fyrir svörum. Fundinn í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan: Tvö markmið Katrín Jakobsdóttir, segir ríkisstjórnina vera með tvö markmið vegna aðgerða sinna fyrir Grindvíkinga. Að eyða óvissu þeirra þannig að þeir geti tekið nýjar ákvarðanir um sína framtíð en á sama tíma skapa forsendur fyrir því að hægt verði að velta fyrir sér framtíð byggðalagsins. Katrín segir að ýmsar aðgerðir sem þegar hafi verið kynntar til stuðnings Grindvíkingum verði framlengdar, og þær útvíkkaðar. Nefnir hún launastyrk og húsnæðisstyrk sem dæmi. Þá verða fleiri íbúðir keyptar í gegnum Bríet leigufélag. Hún segir stöðuna í Grindavík þannig að ríkisstjórnin þurfi á sama tíma að bjóða upp á stærri aðgerðir. Þar hafi verið nefndar hugmyndir líkt og uppkaup á húsnæði í Grindavík. Það sé til skoðunar. Ekki sé hægt að svara spurningunni um það á þessum tíma hvort Grindavík verði áfram byggileg. Verið sé að skoða leiðir sem feli það í sér að Grindvíkingar verði leystir undan sínum veðskuldbindingum gagnvart sínum lántakendum, fái sitt eigið fé og geti þar með komið sér fyrir í nýju húsnæði utan Grindavíkur. Um sé að ræða risastóra ákvörðun. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um það nákvæmlega hvaða leið verði farin. Muni ekki lengur sitja einir að óvissunni Þórdís Kolbrún segir það sem máli skipti sé það loforð, sú skuldbinding, af hálfu ríkisstjórnarinnar til Grindvíkinga, um að óvissa þeirra verði tekin í fang ríkissjóðs. Það sé gert svo Grindvíkingar geti ráðið örlögum sínum sjálfir. Hún segir að Grindvíkingum verði kleyft að hafa burði til þess að fjárfesta á nýjum stað. Fyrir framtíðina sem ekki sé vitað á þessari stundu hvernig verði. Þórdís segir ríkisstjórnina vilja kanna leiðir til þess að fresta lokaákvörðun um uppkaup á fasteignum í Grindavík. Það myndi hafa mildari áhrif gagnvart framtíð í Grindavík, sem margir í bænum séu ekki tilbúnir að gefa upp á bátinn. Örugg heimili, verðmæti og afkoma Í tilkynningu um aðgerðirnar á vef stjórnarráðsins segir að markmið aðgerðanna sé að gera Grindvíkingum kleift að koma sér upp öruggu heimili, tryggja örugga afkomu og aðstoða þá við að bjarga verðmætum. Ríkið muni skapa forsendur fyrir Grindvíkinga til að koma sér upp öruggu heimili á eigin forsendum. Ríkið muni gefa Grindvíkingum kost á að leysa út þá fjármuni sem bundnir eru í íbúðarhúsnæði þeirra auk þess að grípa til aðgerða til að tryggja framboð á íbúðarhúsnæði fyrir Grindvíkinga. Ríkið muni halda áfram að tryggja Grindvíkingum örugga afkomu með húsnæðisstuðningi. Þá segir að frá því í nóvember hafi viðbragðsaðilar nýtt öll tiltæk ráð við að bjarga eins miklum verðmætum og hægt er frá skemmdum. Unnið verði áfram að því að Grindvíkingar geti fengið aðgengi og aðstoð við að bjarga verðmætum og innbúi frá heimilum sínum og koma í örugga geymslu. Setja á laggirnar samráðsnefnd Ákvörðun ríkisstjórnarinnar miðast við að útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp muni liggja fyrir eigi síðar en snemma í febrúar að afloknu samráði við Grindvíkinga og aðra hagaðila. Áfram verður unnið náið með bæjarstjórn Grindavíkur að öllum þessum viðfangsefnum og einnig stutt við starfsemi sveitarfélagsins við þessar erfiðu aðstæður. Undirbúningur, greiningarvinna og samtöl við hagaðila er þegar hafin. Sett verður á laggirnar samráðsnefnd með fulltrúum allra flokka á Alþingi undir forystu fjármála- og efnahagsráðherra þar sem farið verður yfir ólíkar leiðir og útfærslur til að ná þessum markmiðum. Punktar úr tilkynningu stjórnarráðsins: Örugg heimili: Óvissu vegna íbúðarhúsnæðis eytt: Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er í Grindavík og þeirrar óvissu sem ríkir um búsetu í bænum á næstunni hefur ríkisstjórnin ákveðið að bjóða upp á að einstaklingar geti nýtt fjármuni sem nú eru bundnir í húsnæði þar til fjármögnunar nýrra heimila, óski þeir eftir því. Framboð á húsnæði: Unnið verður markvisst að því að tryggja framboð á varanlegu húsnæði fyrir Grindvíkinga. Í því felst meðal annars að ríkið mun ráðast í uppbyggingu á húsnæði á tilteknum svæðum auk þess að skapa forsendur sem tryggja Grindvíkingum forgang að húsnæði. Einnig er unnið að því að þrengja skilyrði varðandi skammtímaútleigu íbúða. Skammtíma húsnæði: Áfram verður unnið að því að tryggja Grindvíkingum húsnæði þar til þeir geta komið sér fyrir í varanlegu húsnæði. Bríet mun kaupa 50 íbúðir til viðbótar við þær 80 sem keyptar voru í desember og þær 70 sem unnið er að kaupum að þessa dagana. Jafnframt vinnur Bjarg íbúðafélag að því að kaupa 60 íbúðir fyrir Grindvíkinga í samræmi við samstarfsyfirlýsingu frá 24. nóvember. Í heild hefur ríkið þannig keypt 260 íbúðir frá upphafi tímabilsins. Húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum: Ríkið mun taka á sig greiðslu vaxta og verðbóta af húsnæðislánum í Grindavík hjá þeim sem kjósa að selja ekki húsnæði sitt til samræmis við aðgerðir bankanna. Örugg afkoma: Framfærsla: Afkoma þeirra sem ekki geta sótt atvinnu í Grindavík vegna aðstæðna verður áfram tryggð með framlengingu á stuðningi við greiðslu launa frá ríkinu auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta fyrirkomulag verður í gildi til loka júní og verður endurskoðað og framlengt eftir því sem þörf krefur. Húsnæðisstuðningur: Sértækur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga verður uppfærður og framlengdur til loka júní. Stuðningurinn mun nú miða við fjölda heimilisfólks og verður allt að 90% af kostnaði við leigu í stað 75% áður til að ná betur utan um allan kostnað sem fellur til vegna leigu á húsnæði. Örugg verðmæti: Aðgengi: Áfram verður unnið með almannavörnum, bæjaryfirvöldum og viðbragðsaðilum að gera Grindvíkingum kleift að nálgast heimili sín til þess að sækja innbú og verðmæti þegar aðstæður leyfa. Flutningar: Stjórnvöld eru að undirbúa samstarf við fyrirtæki sem sérhæfa sig í flutningum sem geta veitt aðstoð til þeirra Grindvíkinga sem ekki hafa tök á að annast slíkt sjálf við sækja verðmæti. Geymslur: Unnið er að því að veita Grindvíkingum aðstoð við að fá aðgang að öruggu geymsluhúsnæði þar sem hægt er að geyma verðmæti og innbú á meðan þörf krefur. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að aðgerðirnar snúi að því að gera Grindvíkingum kleift að koma sér upp öruggu heimili, tryggja örugga afkomu og aðstoð við að bjarga verðmætum. Eins og fram hefur komið hófst blaðamannafundur um stöðu vinnu við undirbúning aðgerða fyrir íbúa Grindavíkur klukkan 13:30. Þar sátu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fyrir svörum. Fundinn í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan: Tvö markmið Katrín Jakobsdóttir, segir ríkisstjórnina vera með tvö markmið vegna aðgerða sinna fyrir Grindvíkinga. Að eyða óvissu þeirra þannig að þeir geti tekið nýjar ákvarðanir um sína framtíð en á sama tíma skapa forsendur fyrir því að hægt verði að velta fyrir sér framtíð byggðalagsins. Katrín segir að ýmsar aðgerðir sem þegar hafi verið kynntar til stuðnings Grindvíkingum verði framlengdar, og þær útvíkkaðar. Nefnir hún launastyrk og húsnæðisstyrk sem dæmi. Þá verða fleiri íbúðir keyptar í gegnum Bríet leigufélag. Hún segir stöðuna í Grindavík þannig að ríkisstjórnin þurfi á sama tíma að bjóða upp á stærri aðgerðir. Þar hafi verið nefndar hugmyndir líkt og uppkaup á húsnæði í Grindavík. Það sé til skoðunar. Ekki sé hægt að svara spurningunni um það á þessum tíma hvort Grindavík verði áfram byggileg. Verið sé að skoða leiðir sem feli það í sér að Grindvíkingar verði leystir undan sínum veðskuldbindingum gagnvart sínum lántakendum, fái sitt eigið fé og geti þar með komið sér fyrir í nýju húsnæði utan Grindavíkur. Um sé að ræða risastóra ákvörðun. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um það nákvæmlega hvaða leið verði farin. Muni ekki lengur sitja einir að óvissunni Þórdís Kolbrún segir það sem máli skipti sé það loforð, sú skuldbinding, af hálfu ríkisstjórnarinnar til Grindvíkinga, um að óvissa þeirra verði tekin í fang ríkissjóðs. Það sé gert svo Grindvíkingar geti ráðið örlögum sínum sjálfir. Hún segir að Grindvíkingum verði kleyft að hafa burði til þess að fjárfesta á nýjum stað. Fyrir framtíðina sem ekki sé vitað á þessari stundu hvernig verði. Þórdís segir ríkisstjórnina vilja kanna leiðir til þess að fresta lokaákvörðun um uppkaup á fasteignum í Grindavík. Það myndi hafa mildari áhrif gagnvart framtíð í Grindavík, sem margir í bænum séu ekki tilbúnir að gefa upp á bátinn. Örugg heimili, verðmæti og afkoma Í tilkynningu um aðgerðirnar á vef stjórnarráðsins segir að markmið aðgerðanna sé að gera Grindvíkingum kleift að koma sér upp öruggu heimili, tryggja örugga afkomu og aðstoða þá við að bjarga verðmætum. Ríkið muni skapa forsendur fyrir Grindvíkinga til að koma sér upp öruggu heimili á eigin forsendum. Ríkið muni gefa Grindvíkingum kost á að leysa út þá fjármuni sem bundnir eru í íbúðarhúsnæði þeirra auk þess að grípa til aðgerða til að tryggja framboð á íbúðarhúsnæði fyrir Grindvíkinga. Ríkið muni halda áfram að tryggja Grindvíkingum örugga afkomu með húsnæðisstuðningi. Þá segir að frá því í nóvember hafi viðbragðsaðilar nýtt öll tiltæk ráð við að bjarga eins miklum verðmætum og hægt er frá skemmdum. Unnið verði áfram að því að Grindvíkingar geti fengið aðgengi og aðstoð við að bjarga verðmætum og innbúi frá heimilum sínum og koma í örugga geymslu. Setja á laggirnar samráðsnefnd Ákvörðun ríkisstjórnarinnar miðast við að útfærsla aðgerða og nauðsynleg lagafrumvörp muni liggja fyrir eigi síðar en snemma í febrúar að afloknu samráði við Grindvíkinga og aðra hagaðila. Áfram verður unnið náið með bæjarstjórn Grindavíkur að öllum þessum viðfangsefnum og einnig stutt við starfsemi sveitarfélagsins við þessar erfiðu aðstæður. Undirbúningur, greiningarvinna og samtöl við hagaðila er þegar hafin. Sett verður á laggirnar samráðsnefnd með fulltrúum allra flokka á Alþingi undir forystu fjármála- og efnahagsráðherra þar sem farið verður yfir ólíkar leiðir og útfærslur til að ná þessum markmiðum. Punktar úr tilkynningu stjórnarráðsins: Örugg heimili: Óvissu vegna íbúðarhúsnæðis eytt: Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er í Grindavík og þeirrar óvissu sem ríkir um búsetu í bænum á næstunni hefur ríkisstjórnin ákveðið að bjóða upp á að einstaklingar geti nýtt fjármuni sem nú eru bundnir í húsnæði þar til fjármögnunar nýrra heimila, óski þeir eftir því. Framboð á húsnæði: Unnið verður markvisst að því að tryggja framboð á varanlegu húsnæði fyrir Grindvíkinga. Í því felst meðal annars að ríkið mun ráðast í uppbyggingu á húsnæði á tilteknum svæðum auk þess að skapa forsendur sem tryggja Grindvíkingum forgang að húsnæði. Einnig er unnið að því að þrengja skilyrði varðandi skammtímaútleigu íbúða. Skammtíma húsnæði: Áfram verður unnið að því að tryggja Grindvíkingum húsnæði þar til þeir geta komið sér fyrir í varanlegu húsnæði. Bríet mun kaupa 50 íbúðir til viðbótar við þær 80 sem keyptar voru í desember og þær 70 sem unnið er að kaupum að þessa dagana. Jafnframt vinnur Bjarg íbúðafélag að því að kaupa 60 íbúðir fyrir Grindvíkinga í samræmi við samstarfsyfirlýsingu frá 24. nóvember. Í heild hefur ríkið þannig keypt 260 íbúðir frá upphafi tímabilsins. Húsnæðislán hjá lífeyrissjóðum: Ríkið mun taka á sig greiðslu vaxta og verðbóta af húsnæðislánum í Grindavík hjá þeim sem kjósa að selja ekki húsnæði sitt til samræmis við aðgerðir bankanna. Örugg afkoma: Framfærsla: Afkoma þeirra sem ekki geta sótt atvinnu í Grindavík vegna aðstæðna verður áfram tryggð með framlengingu á stuðningi við greiðslu launa frá ríkinu auk framlags í lífeyrissjóð. Þetta fyrirkomulag verður í gildi til loka júní og verður endurskoðað og framlengt eftir því sem þörf krefur. Húsnæðisstuðningur: Sértækur húsnæðisstuðningur við Grindvíkinga verður uppfærður og framlengdur til loka júní. Stuðningurinn mun nú miða við fjölda heimilisfólks og verður allt að 90% af kostnaði við leigu í stað 75% áður til að ná betur utan um allan kostnað sem fellur til vegna leigu á húsnæði. Örugg verðmæti: Aðgengi: Áfram verður unnið með almannavörnum, bæjaryfirvöldum og viðbragðsaðilum að gera Grindvíkingum kleift að nálgast heimili sín til þess að sækja innbú og verðmæti þegar aðstæður leyfa. Flutningar: Stjórnvöld eru að undirbúa samstarf við fyrirtæki sem sérhæfa sig í flutningum sem geta veitt aðstoð til þeirra Grindvíkinga sem ekki hafa tök á að annast slíkt sjálf við sækja verðmæti. Geymslur: Unnið er að því að veita Grindvíkingum aðstoð við að fá aðgang að öruggu geymsluhúsnæði þar sem hægt er að geyma verðmæti og innbú á meðan þörf krefur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Rekstur hins opinbera Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira