Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Róbert Gunnarsson skorar eitt af fimm mörkum sínum í jafntefli á móti Króatíu á EM 2010. Getty/Lars Ronbog Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti