Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Róbert Gunnarsson skorar eitt af fimm mörkum sínum í jafntefli á móti Króatíu á EM 2010. Getty/Lars Ronbog Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira