James kom heimakonum í Chelsea yfir strax á fimmtu mínútu áður en hún tvöfaldaði forystu liðsins tæpum tuttugu mínútum síðar.
Hayley Ladd sá þó til þess að gestirnir áttu enn góða möguleika í síðari hálfleik með marki á 43. mínútu og staðan var því 2-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.
Lauren James hafði þó ekki sungið sitt síðasta því húnn innsiglaði 3-1 sigur Chelsea með sínu þriðja marki í leiknum á 86. mínútu og þar við sat.
The Lauren James show. pic.twitter.com/suQF8jpsyg
— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) January 21, 2024
Niðurstaðan því 3-1 sigur Chelsea sem trónir enn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, nú með 28 stig eftir 11 leiki, þremur stigum meira en Arsenal í öðru sætinu. Manchester United situr hins vegar í fjórða sæti með 18 stig.