Austurríki var með yfirhöndina nær allan tímann og þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan 22-18 Austurríki í vil. Liðið gat hins vegar ekki keypt sér mark á þeim tíma og þrátt fyrir að skora aðeins fjögur mörk tókst Þýskalandi að jafna metin.
Germany started the comeback with this goal scored by Timo Kastening! #ehfeuro2024 #heretoplay @DHB_Teams pic.twitter.com/ZtfCPDFCNj
— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2024
Juri Knorr var markahæstur hjá Þýskalandi með sex mörk á meðan Nikola Bilyk skoraði fimm mörk fyrir Austurríki.
Stigið lyfti Austurríki upp í 2. sætið með fjögur stig, jafnmörg og Ungverjaland í 3. sæti. Þýskaland kemur þar á eftir með þrjú stig.