Tindastóll tók á móti Grindvíkingum í 14. umferð Subway-deildar karla. Fór það svo að gestirnir unnu á endanum gríðarlega öflugan fimm stiga sigur, lokatölur 96-101.
Julio De Asisse skoraði 21 stig í liði Grindavíkur og tók 10 fráköst. Ofan á það þá áttu hann og Valur Orri Valsson tilþrif umferðarinnar. Valur Orri kastaði boltanum í átt að körfunni og De Asisse tróð af öllu afli.
Öll 10 tilþrifin sem komust á lista að þessu sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.