Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 17:59 Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, stendur að baki frumvarpinu sem var að lenda í samráðsgátt. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira