Skoðar hvað gæti gerst ef ríkið myndi kaupa Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 19. janúar 2024 16:20 „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær,“ segir Hildur Margrét. Landsbankinn/Björn Steinbekk Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að ef stjórnvöld ákveði að láta hið opinbera kaupa íbúðir Grindvíkinga myndi það að öllum líkindum auka eftirspurn á íbúðamarkaði sem gæti hækkað íbúðaverð. Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það og aðrir þættir gætu síðan orsakað aukinna verðbólgu, en Hildur segir skipta miklu máli hvernig stjórnvöld færu í málið kæmi til þessa. „Það er ekki spurning hvort ríkissjóður geti tekið þetta á sig, heldur hver efnahagslegu áhrifin verða. Stjórnvöld hafa það í hendi sér að stýra því að verulegu leyti með því að framkvæma aðgerðirnar vel.“ Áhrif á íbúðamarkaðinn „Það væri meiriháttar innspýting inn á eftirspurnarhlið íbúðamarkaðar, og það myndi sennilega skapa þrýsting á íbúðaverð. Þarna myndi Grindvíkinga vanta eitthvað í kringum þúsund til tólf hundruð íbúðir,“ segir Hildur sem bendir þó að einhverjir þeirra séu á leigumarkaði og aðrir nú þegar búnir að koma sér fyrir annars staðar en í Grindavík. „En þarna væri fólk sem fengi fjármagn til að kaupa íbúðir.“ Hildur talar um tólfhundruð íbúðir og til að setja þá tölu í samhengi þá bendir hún á að hún sé sambærileg tölunni yfir fjölda íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru seldar á tveimur og hálfum mánuði í fyrra að meðaltali. Hún nefnir einnig að í fyrra hafi 2500 íbúðir risið á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum í fyrra. Hún segir að ef eftirspurn og þörf eftir íbúðum aukist geti myndast hvati til að fara í aukna íbúðauppbyggingu til lengri tíma. „Það má gera ráð fyrir að meiri þrýstingur á íbúðamarkað og hækkandi húsnæðisverð hvetji til aukinnar uppbyggingar á íbúðamarkaði, en það myndi ýta undir fjárfestingu og auka þenslu á vinnumarkaði. Það getur þá líka aukið verðbólgu til lengri tíma, og allt það gæti orðið til þess að vextir haldi áfram að hækka.“ Hins vegar segir Hildur að ef ekki yrði ráðist í uppbyggingu, eða aðrar aðgerðir til að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverð, yrði það til þess að íbúðaverð myndi hækka en meira. Útfærlsa stjórnvalda skipti máli Fjallað var um heildarfasteignamat Grindavíkur í vikunni, sem er 107 milljarðar króna, en fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73 milljarðar. „Hver áhrif svona útgjaldaaukningar yrðu færi alveg eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þessa aðgerð og hvernig hún yrði fjármögnuð. Þau gætu auðvitað aflað tekna á móti, eða dregið úr útgjöldum annars staðar. Ef ríkissjóður myndi skuldsetja sig fyrir þessum auknu útgjöldum þá hefði það auðvitað þensluhvetjandi áhrif og gæti aukið verðbólgu. Það er því lykilatriði að stjórnvöld vandi til verka,“ segir Hildur. Hún bendir á að ekki hægt að koma í veg fyrir náttúruhamfarir og afleiðingar þeirra, en stjórnvöld þurfi að huga að því hvernig best sé að bregðast við þeim. „Hver efnahagsleg áhrif þessara aðgerða verða fer að verulegu leyti eftir því hvernig stjórnvöld útfæra þær.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Stjórnsýsla Landsbankinn Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira