Hettuklæddur vandali skemmdi Teslu Gríms yfirlögregluþjóns Jakob Bjarnar skrifar 19. janúar 2024 14:41 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir við Vísi að um sinn bíl sé að ræða. vísir/vilhelm/samsett „Alls ekki góð þróun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari spurður um hvort ekki megi heita óhugnanlegt að ráðist sé að nafngreindum einstaklingum innan lögreglunnar. Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Héraðssaksóknari auglýsir eftir manni sem framdi skemmdarverk á bíl lögreglumanns þann 20. desember vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu. Ekkert venjulegt skemmdarverk Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að um sinn bíl sé að ræða en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er til rannsóknar hjá öðru embætti en sínu. Ekki um skemmdirnar né hvort hann gruni einhvern, sem vel kann að vera. Hettuklæddi maðurinn hylur andlit sitt og veifar spreybrúsanum. Ljóst er að um afar óheillavænlega þróun er að ræða þegar glæpamenn eru farnir að veitast að nafngreindum lögreglumönnum. Um er að ræða Teslu-bifreið og svo virðist sem hettuklæddur maðurinn hafi gert atlögu að heimili Gríms. Ekki er annað að ráða af myndunum sem náðust á öryggismyndavél bílsins en þar sést hleðslustöðin og maðurinn með voldugan spreybrúsa í höndum. „Það blasir við að ekki er litið á þetta sem venjulegt skemmdarverk,“ sagði Grímur sem telur sig í afar óþægilegri stöðu við að tjá sig um málið, eins og áður segir. Ekki góð þróun Friðrik Smári Björgvinsson varasaksóknari vildi heldur ekki gefa nánari upplýsingar um rannsóknina en sagði þetta í annað sinn sem embættið auglýsir eftir manninum. Þeir óttuðust vegna óheppilegrar tímasetningarinnar að sú auglýsing hafi farið milli skips og bryggju. „Þetta er hluti rannsóknarinnar, að athuga hvort einhver kannast við þennan mann,“ segir Friðrik Smári. Það veldur vissum óhugnaði þegar verk af þessu tagi beinast gegn tilteknum einstaklingi innan lögreglunnar. Friðrik tekur undir það. „Þetta er alls ekki góð þróun og mikið til vinnandi að upplýsa um þetta.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Héraðssaksóknari leitar að manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar og varðar skemmdarverk á bifreið lögreglumanns þann 20. desember 2023. 19. janúar 2024 13:08