Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 08:27 Unnið er að því að koma varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn til að fá rafmagn á bæinn. Vísir/Björn Steinbekk Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. „Það er búið að vera rafmagnslaust síðan 7.15 í morgun og virðist sem svo að stofnstrengurinn sem liggur undir hrauninu frá Svartsengi til Grindavíkur hafi gefið sig,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna sem sér um dreifingu rafmagns í Grindavík. Hún segir unnið að því að koma á rafmagni með varaaflsstöð Landsnets. Birna Lárusdóttur, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir allt með felldu í orkuverinu í Svartsengi. „Það er verið að flytja varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, og að hún eigi von á því að rafmagn verði komið aftur á síðar í dag. „Það er verið að vinna í þessu. Það tekur líklega nokkurn tíma að tengja varaaflstöðina en vonandi kemst rafmagn aftur á þá,“ segir Hjördís. Rafmagn og heitt vatn fóru af bænum um síðustu helgi þegar byrjaði að gjósa við bæinn. Búið var að koma á heitu vatni og rafmagni á stærstan hluta bæjarins þegar rafmagnið fór svo aftur í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Það er búið að vera rafmagnslaust síðan 7.15 í morgun og virðist sem svo að stofnstrengurinn sem liggur undir hrauninu frá Svartsengi til Grindavíkur hafi gefið sig,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna sem sér um dreifingu rafmagns í Grindavík. Hún segir unnið að því að koma á rafmagni með varaaflsstöð Landsnets. Birna Lárusdóttur, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir allt með felldu í orkuverinu í Svartsengi. „Það er verið að flytja varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, og að hún eigi von á því að rafmagn verði komið aftur á síðar í dag. „Það er verið að vinna í þessu. Það tekur líklega nokkurn tíma að tengja varaaflstöðina en vonandi kemst rafmagn aftur á þá,“ segir Hjördís. Rafmagn og heitt vatn fóru af bænum um síðustu helgi þegar byrjaði að gjósa við bæinn. Búið var að koma á heitu vatni og rafmagni á stærstan hluta bæjarins þegar rafmagnið fór svo aftur í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21