Rafmagnslaust eftir að stofnstrengur undir hrauni gaf sig Lovísa Arnardóttir skrifar 19. janúar 2024 08:27 Unnið er að því að koma varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn til að fá rafmagn á bæinn. Vísir/Björn Steinbekk Rafmagn fór af Grindavík á áttunda tímanum í morgun þegar stofnstrengur, sem er undir hrauni, gaf sig. Unnið er að því að koma rafmagni á bæinn. „Það er búið að vera rafmagnslaust síðan 7.15 í morgun og virðist sem svo að stofnstrengurinn sem liggur undir hrauninu frá Svartsengi til Grindavíkur hafi gefið sig,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna sem sér um dreifingu rafmagns í Grindavík. Hún segir unnið að því að koma á rafmagni með varaaflsstöð Landsnets. Birna Lárusdóttur, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir allt með felldu í orkuverinu í Svartsengi. „Það er verið að flytja varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, og að hún eigi von á því að rafmagn verði komið aftur á síðar í dag. „Það er verið að vinna í þessu. Það tekur líklega nokkurn tíma að tengja varaaflstöðina en vonandi kemst rafmagn aftur á þá,“ segir Hjördís. Rafmagn og heitt vatn fóru af bænum um síðustu helgi þegar byrjaði að gjósa við bæinn. Búið var að koma á heitu vatni og rafmagni á stærstan hluta bæjarins þegar rafmagnið fór svo aftur í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
„Það er búið að vera rafmagnslaust síðan 7.15 í morgun og virðist sem svo að stofnstrengurinn sem liggur undir hrauninu frá Svartsengi til Grindavíkur hafi gefið sig,“ segir Sigrún Inga Ævarsdóttir, upplýsingafulltrúi HS Veitna sem sér um dreifingu rafmagns í Grindavík. Hún segir unnið að því að koma á rafmagni með varaaflsstöð Landsnets. Birna Lárusdóttur, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir allt með felldu í orkuverinu í Svartsengi. „Það er verið að flytja varaaflsstöð Landsnets aftur í bæinn,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, og að hún eigi von á því að rafmagn verði komið aftur á síðar í dag. „Það er verið að vinna í þessu. Það tekur líklega nokkurn tíma að tengja varaaflstöðina en vonandi kemst rafmagn aftur á þá,“ segir Hjördís. Rafmagn og heitt vatn fóru af bænum um síðustu helgi þegar byrjaði að gjósa við bæinn. Búið var að koma á heitu vatni og rafmagni á stærstan hluta bæjarins þegar rafmagnið fór svo aftur í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59 Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Sjá meira
„Eykur óvissuna enn og aftur“ Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður hjá Þorbirni, segir að sér hafi liðið vel í Grindavík í dag þar sem hann, ásamt fleirum, vann í bænum. Vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík var frestað í dag vegna snjóþyngsla, en björgunarsveitir og slökkvilið voru í bænum og unnu að því að moka snjó. 18. janúar 2024 22:12
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. 17. janúar 2024 09:59
Heitt vatn og rafmagn komið á í Grindavík að mestu Aðgerðir gengu vel í dag hjá HS Veitum í Grindavík og er nú komið heitt vatn og rafmagn á stóran hluta bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. 16. janúar 2024 19:42
Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21