Viðbrögð sem gæta meðalhófs Micah Garen skrifar 18. janúar 2024 17:01 Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Loftslagsmál Micah Garen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig má bregðast gegn sjötta skeiði fjöldaútrýmingar og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn loftslagsvánni og þeirri staðreynd að við erum að fara yfir 1.5 gráður, og gæta meðalhófs?Hvernig má bregðast gegn þeim vistfræðilegu hörmungum sem við stöndum frammi fyrir og mun gera framtíð barna okkar í besta falli óvissa en mögulega skelfilega, og gæta meðalhófs? Þetta er samhengið sem við þurfum að velta fyrir okkur þegar spurt er hvort sú ákvörðun sem Svandís tók um að stöðva hvalveiðar síðasta sumar hafi gætt meðalhófs. En við skulum taka eitt skref til baka um stundarsakir. Oft getur verið erfitt að átta sig á stöðunni þegar við þekkjum ekki smáatriðin. Orðum eins og ‘meðalhóf’ er fleygt fram án þess að undir liggi skýr skilningur á merkingum þeirra. Svo það er þess virði að verja smá stund í að skoða smáatriði þeirrar ákvörðunar sem var tekin síðastliðinn júní um að gera hlé á hvalveiðum. Veiðar á langreyðum eru brot á alþjóðasamningum sem skrifað var undir fyrir tæpum fjörutíu árum. Flestöll lönd fylgja þessum alþjóðasamningi að undanskildu Íslandi, Noregi og Japan. Samningurinn var gerður vegna þess að gengið hafði mjög nærri langreyðarstofnum og langreyðum fækkað um allt að 90% á 150 árum. Langreyðar eru taldar í útrýmingarhættu samkvæmt bandarískum lögum og viðkvæmir samkvæmt IUCN. Stofnarnir eru rétt að ná sér á strik aftur. Á Íslandi eru í gildi dýravelferðarlög og í maí 2023 kvað MAST að veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við þau lög, þar sem næstum einn fjórði af þeim hvölum sem drepnir voru árið 2022 kvöldust í meira en tíu mínútur og sumir í allt að tvær klukkustundir. Auk þess hefur fagráð MAST um velferð dýra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að tryggja mannúðlega aflífun stórhvela við veiðar. Svandís hafði engra annarra kosta völ síðastliðinn júní en að stöðva hvalveiðar þangað til - og einungis ef - hægt væri að sýna fram á að hægt væri að stunda hvalveiðar í samræmi við íslensk lög, þá sérstaklega dýravelferðarlög en einnig þau er varða veiðileyfið sjálft. Það var enginn annar löglegur eða siðferðislega réttur valkostur. En var frestunin lögleg? Án efa; já. Hvalveiðileyfið er frekar einfalt. Það er þriggja blaðsíðna skjal með aðeins átta greinum. Í 3. grein segir „Við veiðarnar skal nota búnað sem tryggir að dýrið aflífist samstundis eða að aflífun taki sem skemmstan tíma og valdi þeim sem minnstum þjáningum” " Í 8. grein segir "Brot á ákvæðum leyfisbréfs þessa og sérhver misnotkun á því varðar við sviptingu leyfisins tímabundið eða missi þess eftir ákvörðun ráðuneytisins.”. Fjórðungur hvalanna drápust ekki samstundis og þess vegna var veiðunum frestað. En gætti þetta meðalhófs? Aftur, án efa, já. Hugtakið meðalhóf er frekar einfalt, bæði í íslenskum og evrópskum lögum. Stjórnvaldinu er skylt að starfa samkvæmt lögum en á einnig að taka tillit til hagsmuna og réttinda einstaklinga við beitingu laganna. Eina úrræðið sem gætti meðalhófs varðandi skjalfest brot á bæði dýravelferðarlögum og hvalveiðileyfisins var tímabundin svipting leyfisins. Lög um velferð dýra gæta lögmætra hagsmuna allra landsmanna en ekki bara eins auðugs einstaklings sem stundar óarðbærar sportveiðar. Í raun var enginn annar kostur. Þú getur ekki hálfdrepið hval, annað hvort drepur þú hval eða ekki. Það var ekkert sem gætti ekki meðalhófs í stöðvun hvalveiðileyfanna á meðan úrskurðað var um brot. Og reyndar gaf Svandís veiðunum leyfi að halda áfram í september þegar búið var að gera ýmsar ráðstafanir vegna þeirra brota sem orðið höfðu. Þó ég hafi ekki verið sammála þessari ákvörðun að leyfa hvalveiðar að nýju, þá tók hún mið af réttindum einstaklingsins. Þetta gætti bæði meðalhófs og var í samræmi við lög. Meðalhófsreglan þarf að taka mið af réttindum hvers einasta Íslendings - og annarra einstaklinga alls staðar um heiminn - til að lifa á heilbrigðri plánetu. Dráp á dýrategundum í hættu eru brot á þessum réttindum. Í stóra samhenginu þá gætti tímabundin svipting hvalveiðileyfisins ekki bara meðalhófs heldur einnig lagalegum og siðferðislegum skyldum. Frá og með 1. janúar 2024 er hvalveiðileyfið útrunnið og því ber að fagna sem sigri allra Íslendinga. Auk þeirrar staðreyndar að Ísland ætti ekki að gefa út nýtt hvalveiðileyfi, þá þurfa hvalveiðar að taka enda fyrir fullt og allt, fyrir réttindi dýra, réttindi borgara og réttindi til að lifa á heilbrigðri plánetu. Höfundur er heimildarmyndargerðarmaður, blaðamaður, rithöfundur og baráttumaður fyrir hvali.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun