„Það er svo mikil pressa í nútíma samfélagi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:08 Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni árið 2022. Vísir/Villi Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna. „Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“ Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
„Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“
Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47