Óvíst hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2024 13:24 Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Vísir/Vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að opna Bláa lónið á ný. Forsvarsmenn þess bíða eftir nýju hættumati til að hægt verði að taka ákvörðun um framhaldið. Nýja hættumatið verður birt á morgun. Þá hefur vinnu við að koma hita og rafmagni á hús í Grindavík verið frestað í dag af öryggisástæðum en mikið hefur snjóað á svæðinu. Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“ Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Unnið hefur verið að því hörðum höndum undanfarið að koma hita og rafmagni á húsin í Grindavík og stóð til að halda þeirri vinnu áfram í dag. „Það auðvitað hefur snjóað töluvert hérna á Suðurnesjum og töluverður snjór inni í Grindavík. Þannig við fórum í það að hreinsa götur bæjarins og sú vinna stendur yfir en það verður ekkert unnið í dag inni í bænum. Snjór yfir jörðu og af öryggisástæðum þá hefur sú ákvörðun verið tekin að vinna við að koma hita og rafmagni á hús hún frestast í dag,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hann segir nokkra viðbragðsaðila vera í bænum í dag. Það væru starfsmenn Gindavíkurbæjar, björgunarsveitarmenn, lögregla og slökkvilið. Staðan verður metin aftur á morgun. Þá er önnur verðmætabjörgun að sama skapi ekki í gangi í dag. Úlfar segir óvíst hvenær hún geti farið fram en það haldist í hendur við breytingar á hættumati. „Veðurstofan ég á von á því að þeir fari yfir sitt hættumat sitt á morgun og hugsanlega verða einhverjar breytingar á því. Við verðum bara að sjá til og bíða.“ Hættumatskort Veðurstofunnar var gefið út gær og gildir þar til á morgun kl. 15:00 að öllu óbreyttu. Úlfar segir það skýrast betur á morgun eftir að nýja hættumatskortið verður gefið út hvenær hægt verði að opna Bláa lónið á ný. „Við erum alltaf vongóð og alltaf tilbúin en auðvitað treystum við fullkomlega yfirvöldum og fylgjum í einu öllu því sem þau ráðleggja okkur,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, sem vonast til að hægt verði að opna lónið á ný sem fyrst. Hún segir lokunina hafa haft töluverð áhrif. „Við erum búin að vera núna lokuð í rúma tvo mánuði og það auðvitað er búið að taka á og annað en ég vil nú meina það að starfsfólkið okkar er alveg ótrúlega öflugt og jákvætt við þessar aðstæður og allir sýna stöðunni skilning og þolinmæði.“
Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57 Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26 Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Það er ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komnir“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir íslenskt samfélag skulda Grindvíkingum það að rétta fram hjálparhönd og kaupi eignir þeirra. Grindvíkingar verði að fá stjórn á eigin lífi og svigrúm til að fóta sig. Það sé ekki í genum Grindvíkinga að vera upp á aðra komna. 18. janúar 2024 09:57
Framlengja úrræði vegna húsnæðislána Grindvíkinga Íslandsbanki mun framlengja það úrræði sem Grindvíkingum hefur staðið til boða um frystingu húsnæðislána og fella niður vextir og verðbætur af húsnæðislánum. 18. janúar 2024 08:26
Gera hlé á vinnu við varnargarða Vinna við varnargarðana á Reykjanesi hefur verið stöðvuð tímabundið á meðan staðan er endurmetin. 18. janúar 2024 07:25