NTÍ geti ekki keypt upp eignir í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. janúar 2024 18:13 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ, ræddi núverandi lagaumhverfi vegna atburðanna í Grindavík. Vísir/Sigurjón Forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) segir stofnunina ekki geta keypt upp eignir Grindvíkinga. Núverandi regluverk grípi einungis hluta Grindvíkinga vegna þess tjóns sem náttúruhamfarir á Reykjanesskaga hafa valdið. Hún treystir stjórnvöldum til að bæta regluverkið. „Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
„Stofnunin sem slík getur ekki keypt upp eignir sem ekki eru með beinu tjóni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri NTÍ í samtali við fréttastofu. Hún segir brunabótamat forsenda vátryggingarfjárhæðar. Eins og fram hefur komið hafa íbúar kallað eftir því að stjórnvöld greiði þá út vegna þess tjóns sem orðið hefur í bænum eftir hamfarirnar þar. Bærinn sé óíbúðarhæfur. Stjórnvöld skoði regluverkið „Hinsvegar þurfum við að hafa í huga að þessi stofnun var sett á stofn í kjölfarið á Heimaeyjargosinu '73 og þá var forveri Náttúruhamfaratryggingar Íslands,, Viðlagatrygging, stofnuð og lagaumgjörðin hún tók sannarlega mið af því hvað hafði átt sér stað í Vestmannaeyjum.“ Þegar snjóflóð hafi orðið fyrir vestan hafi stjórnvöld sett á laggirnar Ofanflóðarstjóð. Þá hafi regluverkið miðast meira út frá því hvað þar hafi átt sér stað. „Mitt mat er það að nú séum við í þriðju tegundinni af mjög alvarlegum atburðum, þar sem ég treysti því, ég treysti stjórnvöldum mjög vel til þess að taka til skoðunar hvaða regluverk er hægt að setja sem grípur fólk í þeim aðstæðum sem þarna eru uppi.“ Þannig að regluverkið sem nú er í gildi, það á ekki við um atburðinn sem stendur nú yfir? „Vissulega hluta af honum. Það tjón sem sannarlega er beint tjón á svæðinu, það er eitthvað sem við grípum en ekki nándar nærri allt sem við myndum vilja geta gripið.“ Hafa metið tvöhundruð eignir Hvað eruð þið búin að meta margar eignir og hvað er mikið eftir? „Þetta eru ríflega tvöhundruð eignir sem er búið að meta og eitthvað vel á annað hundrað eignir sem eru ómetnar ennþá. En við eigum eftir að átta okkur á því hvaða breytingar hafa orðið á þeim eignum sem var búið að meta áður en þessi örlagaríki sunnudagur rann upp.“ Eru einhverjar upplýsingar komnar fram um kostnað? „Nei, ekki sem eru nægilega áreiðanlegar til að svara neitt um það. Það í rauninni skýrist ekki fyrr en það verður öruggt fyrir matsmenn að fara aftur þarna inn á svæðið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Að leysa Grindvíkinga út „eins og eins árs hallarekstur“ ríkisins Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokkanna sem mættu í Pallborðið í dag eru sammála um að stjórnvöld eigi að leysa þá Grindvíkinga sem þess óska undan húseignum þeirra. Formaður Miðflokksins telur að stjórnvöld hefðu getað gert mikið betur við að lágmarka þá óvissu sem Grindvíkingar búa nú við. 17. janúar 2024 15:16