Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 17:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, voru í Pallborðinu í dag. Vísir/Ívar Fannar Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify. Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify.
Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira