Viðskipti innlent

Fram­lengja frystingu lána Grind­víkinga

Árni Sæberg skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm

Arion banki hefur ákveðið að bjóða Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka.

Í tilkynningu þess efnis á vef bankans segir að í nóvember á síðasta ári hafi Arion banki boðið Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum vegna húsnæðis í Grindavík í þrjá mánuði auk þess sem bankinn hafi fellt niður vexti og verðbætur lánanna á tímabilinu. Þannig hafi bankinn viljað leggja sitt af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíldu á íbúum Grindavíkur.

Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir, Landsbankinn og Íslandsbankinn gripu einnig til sama úrræðis. 

„Í ljósi atburða síðustu daga og vikna og þeirrar óvissu sem Grindvíkingar standa enn frammi fyrir bjóðum við Grindvíkingum að frysta íbúðalán sín hjá bankanum í þrjá mánuði til viðbótar og munum við jafnframt fella niður vexti og verðbætur lánanna til aprílloka. Við munum á næstu dögum setja okkur í samband við viðskiptavini okkar frá Grindavík til að fara yfir þeirra stöðu og framkvæmd úrræðisins,“ segir í tilkynningu Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×