Gott fyrir umhirðu skófatnaðar að stíga í hundaskít Þorkell Steindal skrifar 17. janúar 2024 13:30 Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil. Ég held að við getum öll verið sammála um það að ofan rituð fullyrðing á ekki við um flesta þá sem stíga í hundaskít og enn fremur að þakklæti til þeirra sem skildu hann eftir sé ekki ofarlega í hugum fólks. Fyrir okkur sem eru með hunda er útbreiðsla matarafganga á pari við takmarkaða gleði þeirra sem stíga í hundaskít. Ég geri ráð fyrir því að fólk sé að dreifa matarafgöngum út um allar jarðir af góðum hug en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess fyrir fjórfættu vini okkar. Nú heyri ég fólk hugsa með sér “fólk á bara að fylgjast með hundunum sínum” og það er alveg rétt. Auðvitað eigum við að fylgjast með þeim og það er okkar hlutverk sem hunda eigendur að passa upp á þessa vitleysinga. En hvað með okkur sem ekki sjá? Ég er með leiðsöguhund sem ég geng mikið með. Hluta af hverjum göngutúr fær hann að vera venjulegur hundur og snuðra um í löngum taumi. Nú hefur það verið að gerast, hvað eftir annað að hann hefur fundið matarafganga í miður kræsilegu ástandi, borðað þá og fengið í magann. Nú heyri ég fólk aftur hugsa “er þetta ekki almennilega þjálfaður hundur?”, jú hann er það svo sannarlega en best þjálfaði hundur í heimi er samt hundur. Í samtali sem ég átti um daginn þar sem ég var að nöldra yfir þessu málefni taldi viðmælandi minn að hundurinn myndi nú læra af þessu. Nei, engin hætta á því. Hundar virka ekki þannig, allavega ekki Labradorar og á þetta við um flesta hunda. Þetta eru skepnur sem eru í núinu og tengja ekki við leiðinlegar afleiðingar löngu seinna. Þó að ég hafi, í dýpstu hugarfylgsnum mínum, blótað þeim sem eru að skilja eftir mat í sand og ösku þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er gert með góðum hug. Það er verið að skilja þetta eftir fyrir fuglana, krumma og útigangs ketti. Allt í lagi en getum við þá sammælst um að setja þetta einhvers staðar þar sem hundarnir komast ekki í þetta. Ég get af sjálfsögðu ekki rifið kjaft yfir því að fólk geri þetta í garðinum heima hjá sér og bendi á að ef ykkur finnst ógeðslegt að hafa úldnandi matarafganga í garðinum hjá ykkur væri þá ekki hægt að yfirfæra það yfir á aðra staði? Málið er að þetta er ekki bara orsakavaldur að óþægindum og veseni fyrir hundaeigendur heldur veldur þetta vanlíðan hjá hundunum, er heilsuspillandi og í sumum tilfellum hættulegt. Nú er ég aftur kominn inn í huga lesenda og heyri þar “hva, nokkrar brauðsneiðar ættu nú ekki að skaða neinn” og það er rétt, nema kannski greyið fuglana sem eru nú orðin auðveld bráð fyrir ketti. En málið er að þetta eru ekki bara nokkrar brauðsneiðar. Kótilettur, læri, hryggur og allskonar afgangar eru á víð og dreif og hef ég meira að segja þurft að fjarlægja heilan kalkún sem hundurinn minn fann uppi á veðurstofu hæð. Hvernig þessi kalkúnn andaði þarna er efni í annan pistil. Það er ekki gott fyrir neinn að borða matarafganga sem hafa legið úti um lengri eð skemmri tíma en það er ekki það versta. Elduð bein mynda flísar sem valdið geta stórskaða í meltingarvegi hunda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu varasamt það er að innbyrða hvassar flísar. Í flestum tilfellum gengur þetta niður án teljandi vandræða en ef illa fer er það stór varasamt og veldur róttæku inngripi dýralæknis, uppskurði og þeirri vanlíðan fyrir hundinn, tilkostnaði fyrir eiganda og sálarangist beggja. Sem leiðsöguhundanotandi er þetta alvarlegra atriði fyrir mig en fyrir þá sem ekki eru með vinnuhund. Ég er alls ekki að gera lítið úr alvarleika málsins fyrir gæludýr en bendi hins vegar á það að munurinn er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hundurinn minn er gríðarlega kostnaðarsamt sértækt vinnutæki sem er orðinn eins og framlenging á skynfærum mínum. Við erum saman allan daginn, alla daga árið um kring. Ég vonast til þess að þessi skrif mín vekja fólk til umhugsunar og ýti undir ábyrgðartilfinningu. Sýnum tillitssemi og göngum svo frá okkar gæðum og góðvild í garð svöngu dýranna þannig að tjáning okkar og góðmennska bitni ekki á neinum. Öllum ætti að geta liðið vel í hjarta sýnu við það að taka tillit til leiðsöguhunda og fengið sama feel good kikk út úr því að dreifa ekki skaðlegum og jafnvel hættulegum ómótstæðilegum molum sem valda vanlíðan, veseni og hættu. Þeir sem keyra bíla halda áfram að fara eftir umferðarlögum, við sem eigum hunda höldum áfram að hirða upp eftir þá og göngum frá matarafgöngum af skynsemi og tillitssemi. Að þessu gefnu ætti að vera aðeins auðveldara að búa saman og e.t.v. á góðum degi að þykja pínu vænt um hvert annað. Höfundur er notandi leiðsöguhunds og formaður leiðsöguhundadeildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil. Ég held að við getum öll verið sammála um það að ofan rituð fullyrðing á ekki við um flesta þá sem stíga í hundaskít og enn fremur að þakklæti til þeirra sem skildu hann eftir sé ekki ofarlega í hugum fólks. Fyrir okkur sem eru með hunda er útbreiðsla matarafganga á pari við takmarkaða gleði þeirra sem stíga í hundaskít. Ég geri ráð fyrir því að fólk sé að dreifa matarafgöngum út um allar jarðir af góðum hug en gerir sér ekki grein fyrir afleiðingum þess fyrir fjórfættu vini okkar. Nú heyri ég fólk hugsa með sér “fólk á bara að fylgjast með hundunum sínum” og það er alveg rétt. Auðvitað eigum við að fylgjast með þeim og það er okkar hlutverk sem hunda eigendur að passa upp á þessa vitleysinga. En hvað með okkur sem ekki sjá? Ég er með leiðsöguhund sem ég geng mikið með. Hluta af hverjum göngutúr fær hann að vera venjulegur hundur og snuðra um í löngum taumi. Nú hefur það verið að gerast, hvað eftir annað að hann hefur fundið matarafganga í miður kræsilegu ástandi, borðað þá og fengið í magann. Nú heyri ég fólk aftur hugsa “er þetta ekki almennilega þjálfaður hundur?”, jú hann er það svo sannarlega en best þjálfaði hundur í heimi er samt hundur. Í samtali sem ég átti um daginn þar sem ég var að nöldra yfir þessu málefni taldi viðmælandi minn að hundurinn myndi nú læra af þessu. Nei, engin hætta á því. Hundar virka ekki þannig, allavega ekki Labradorar og á þetta við um flesta hunda. Þetta eru skepnur sem eru í núinu og tengja ekki við leiðinlegar afleiðingar löngu seinna. Þó að ég hafi, í dýpstu hugarfylgsnum mínum, blótað þeim sem eru að skilja eftir mat í sand og ösku þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er gert með góðum hug. Það er verið að skilja þetta eftir fyrir fuglana, krumma og útigangs ketti. Allt í lagi en getum við þá sammælst um að setja þetta einhvers staðar þar sem hundarnir komast ekki í þetta. Ég get af sjálfsögðu ekki rifið kjaft yfir því að fólk geri þetta í garðinum heima hjá sér og bendi á að ef ykkur finnst ógeðslegt að hafa úldnandi matarafganga í garðinum hjá ykkur væri þá ekki hægt að yfirfæra það yfir á aðra staði? Málið er að þetta er ekki bara orsakavaldur að óþægindum og veseni fyrir hundaeigendur heldur veldur þetta vanlíðan hjá hundunum, er heilsuspillandi og í sumum tilfellum hættulegt. Nú er ég aftur kominn inn í huga lesenda og heyri þar “hva, nokkrar brauðsneiðar ættu nú ekki að skaða neinn” og það er rétt, nema kannski greyið fuglana sem eru nú orðin auðveld bráð fyrir ketti. En málið er að þetta eru ekki bara nokkrar brauðsneiðar. Kótilettur, læri, hryggur og allskonar afgangar eru á víð og dreif og hef ég meira að segja þurft að fjarlægja heilan kalkún sem hundurinn minn fann uppi á veðurstofu hæð. Hvernig þessi kalkúnn andaði þarna er efni í annan pistil. Það er ekki gott fyrir neinn að borða matarafganga sem hafa legið úti um lengri eð skemmri tíma en það er ekki það versta. Elduð bein mynda flísar sem valdið geta stórskaða í meltingarvegi hunda. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu varasamt það er að innbyrða hvassar flísar. Í flestum tilfellum gengur þetta niður án teljandi vandræða en ef illa fer er það stór varasamt og veldur róttæku inngripi dýralæknis, uppskurði og þeirri vanlíðan fyrir hundinn, tilkostnaði fyrir eiganda og sálarangist beggja. Sem leiðsöguhundanotandi er þetta alvarlegra atriði fyrir mig en fyrir þá sem ekki eru með vinnuhund. Ég er alls ekki að gera lítið úr alvarleika málsins fyrir gæludýr en bendi hins vegar á það að munurinn er meiri en flestir gera sér grein fyrir. Hundurinn minn er gríðarlega kostnaðarsamt sértækt vinnutæki sem er orðinn eins og framlenging á skynfærum mínum. Við erum saman allan daginn, alla daga árið um kring. Ég vonast til þess að þessi skrif mín vekja fólk til umhugsunar og ýti undir ábyrgðartilfinningu. Sýnum tillitssemi og göngum svo frá okkar gæðum og góðvild í garð svöngu dýranna þannig að tjáning okkar og góðmennska bitni ekki á neinum. Öllum ætti að geta liðið vel í hjarta sýnu við það að taka tillit til leiðsöguhunda og fengið sama feel good kikk út úr því að dreifa ekki skaðlegum og jafnvel hættulegum ómótstæðilegum molum sem valda vanlíðan, veseni og hættu. Þeir sem keyra bíla halda áfram að fara eftir umferðarlögum, við sem eigum hunda höldum áfram að hirða upp eftir þá og göngum frá matarafgöngum af skynsemi og tillitssemi. Að þessu gefnu ætti að vera aðeins auðveldara að búa saman og e.t.v. á góðum degi að þykja pínu vænt um hvert annað. Höfundur er notandi leiðsöguhunds og formaður leiðsöguhundadeildarinnar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar