Viðskipti innlent

Ás­dís og Snorri nýir for­stöðu­menn hjá Icelandair

Atli Ísleifsson skrifar
Snorri Tómasson og Ásdís Sveinsdóttir.
Snorri Tómasson og Ásdís Sveinsdóttir. Icelandair

Icelandair hefur ráðið þau Ásdísi Sveinsdóttur og Snorra Tómasson í störf forstöðumanna á Tekju-, þjónustu- og markaðssviði félagsins.

Í tilkyningu segir að Ásdís taki við starfi forstöðumanns tekjustýringar- og fargjaldadeildar og Snorri Tómasson taki við starfi forstöðumanns leiðakerfis- og áætlunardeildar sem Ásdís gegndi áður.

„Ásdís Sveinsdóttir hóf störf hjá Icelandair árið 2009 og starfaði fyrst á sviði tekjustýringar og rekstrarstýringar. Frá árinu 2017 hefur Ásdís gegnt mikilvægu hlutverki við skipulag leiðakerfis og árið 2021 tók hún við sem forstöðumaður deildarinnar. Ásdís er með BSc gráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Miami og MSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Northeastern University í Boston.

Snorri Tómasson tekur við stöðu forstöðumanns leiðakerfis- og áætlunardeildar af Ásdísi. Hann hefur starfað innan deildarinnar undanfarin þrjú ár. Áður en Snorri gekk til liðs við Icelandair starfaði hann í þrjú ár á tekjustýringarsviði American Airlines í Dallas í Texas. Snorri er með MSc gráðu í aðgerðargreiningu frá Columbia University og BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningu frá félaginu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×